Fótbolti

Sigur hjá strákunum í U-19 ára lands­liðinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands.
Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann sigur á æfingamóti sem liðið leikur á í Slóveníu þessa dagana.

U-19 ára landsliðið tók þátt í úrslitum Evrópumótsins í sumar en miklar breytingar hafa orðið á liðinu og leikmenn úr liði sumarsins orðnir of gamlir í liðið sem spilaði í dag.

Æfingamótið sem íslenska liðið leikur á fer fram í Slóveníu og þar spila einnig landslið Kirgistan, Portúgal og Kasakstan.

Í dag lék Ísland einmitt við Kirgistan en um var að ræða fyrsta leik Íslands á mótinu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Helgi Fróði Ingason sem leikur með Stjörnunni.

Á laugardag mætir Ísland Portúgal en leikirnir eru í beinni útsendingu á Facebook-síðu mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×