Viðskipti innlent

Hætta útsendingum Útvarps 101

Árni Sæberg skrifar
Hluti þeirra sem komu að stofnun Útvarps 101 árið 2018.
Hluti þeirra sem komu að stofnun Útvarps 101 árið 2018. Útvarp 101

101 Productions ehf. hefur ákveðið að gera ótímabundið hlé á útsendingum útvarpstöðvarinnar Útvarp 101 FM 94.1.

Þetta segir í tilkynningu frá félaginu á Instagram. Þar segir að breytt rekstrarumhverfi og ytri aðstæður hafi orðið til þess að stjórn og eigendur félagsins telji kröftum þess betur varið í áframhaldandi framleiðslu sjónvarps- og annars afþreyingarefnis utan útvarpsútsendinga.

Samhliða þessum breytingum muni félagið flytja sig um húsnæði og kveðji því einnig höfuðstöðvar útvarpsins á Hverfisgötu 78. Á allra næstu mánuðum sé nýs efnis frá 101 Productions að vænta á skjám landsmanna, þar á meðal megi nefna nýja þáttaröð af hinum geysivinsælum þáttum Æði, heimildarmynd og tvær áhugaverðar þáttaraðir tengdar menningu og þjóðmálum sem nánar verði tilkynnt um síðar.-

„Útvarp 101 þakkar dyggum hlustendum sínum og öllu því ótrúlega hæfileikafólki sem kom að starfsemi þess með einum eða öðrum hætti á undanförnum fimm árum. Stöðin var stofnuð í þeim tilgangi að auðga menningarlíf landsins og gefa góðum hugmyndum vettvang og farveg til að blómstra. Við vonum að það ætlunarverk hafi tekist. 101,“ segir í lok tilkynningar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×