Enski boltinn

Vilja fá Guardiola til að taka við enska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Draumur forráðamanna enska knattspyrnusambandsins er að Pep Guardiola taki við enska karlalandsliðinu ef Gareth Southgate stígur frá borði.
Draumur forráðamanna enska knattspyrnusambandsins er að Pep Guardiola taki við enska karlalandsliðinu ef Gareth Southgate stígur frá borði. getty/James Gill

Enska knattspyrnusambandið vill fá Pep Guardiola til að taka við enska karlalandsliðinu ef Gareth Southgate hættir eftir EM á næsta ári.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Southgate muni líklega segja skilið við enska landsliðið eftir EM í Þýskalandi.

Daily Mail greinir frá því að enska knattspyrnusambandið horfi til Guardiolas sem eftirmanns Southgates.

Guardiola hefur stýrt Manchester City frá 2016, sama ári og Southgate tók við enska landsliðinu. Undir stjórn Guardiolas hefur City unnið allt sem hægt er að vinna. Á síðasta tímabili varð liðið til að mynda þrefaldur meistari. Í fyrra skrifaði Guardiola undir nýjan samning við City sem gildir til sumarsins 2025.

Undir stjórn Southgates lenti England í 2. sæti á EM 2020 og 4. sæti á HM 2018. Enska liðið mætir Úkraínu og Skotlandi í undankeppni EM á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×