Sjálfstæði Íslendinga og hvalveiðar Valgerður Árnadóttir skrifar 4. september 2023 15:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og fyrir það fær hún 3.879.000 krónur í laun á mánuði. Fyrir svo há laun myndi man áætla að hún væri að veita sínum félagsmönnum ráðleggingar af mikilli fagmennsku með ritrýnd gögn og vísindi að leiðarljósi. Það slær mann því þegar enn ein greinin kemur frá henni þar sem hunsar alveg staðreyndir málsins og þá ógn sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir vegna hvalveiða íslendinga og þeim einkennilega „whataboutisma” sem hún svo frjálslega slengir fram. Fyrir samhengi hlutanna þá þarf að vísa í grein Heiðrúnar Lindar sem hér birtist í gær; „Sameiginleg ást okkar DiCaprio”. „Whataboutismi” Heiðrúnar Lindar (Whataboutismi er taktík sem er notuð í samtölum þegar fólki finnst að sér vegið á einhvern hátt. Í raun er verið að snúa út úr eða leiða samtalið að öðru. ) Í fyrsta lagi þá líkir Heiðrún hvalveiðar við fiskveiðar, það er sérlega ómálefnalegt og í eðli sínu rangt þar sem hvalir eru ekki fiskar heldur spendýr og um hvalveiðar gilda allt aðrar reglur en um fiskveiðar. Þetta gerir hún auðvitað til að kynda undir þann hræðsluáróður sem Kristján Loftsson og félagar hans í Hval hf. hófu fyrir einhverjum áratugum, að fyrst munu dýravelferðarsinnar herja á hvalveiðum og næst á dagskrá séu svo fiskveiðar. Það sem er samt mest sláandi er að Heiðrún Lind á að gæta hagsmuna þeirra sem stunda fiskveiðar fyrst og fremst og það gerir hún ekki með því að verja hvalveiðar. Núna vitum við nefnilega að hvalir stuðla að heilbrigði fiskistofna. Þeir eru lykilatriði fyrir fæðukeðju hafsins, hvalir kafa niður á mikið dýpi og koma síðan upp og skilja sinn úrgang eftir á yfirborðsvatni sjávar og sá úrgangur er lykil næringarefni fyrir svif sem er grunnurinn í fæðukeðju hafsins. Þannig að í rauninni er staðreyndin sú að því fleiri hvalir sem eru í sjónum, því fleiri fiskar. Einnig gerir Heiðrún Lind lítið úr því að Leonardo diCaprio og um áttatíu aðrir kvikmyndaframleiðendur og leikarar hvaðanæva úr heiminum hafa heitið því að sniðganga Ísland og beina kvikmyndaverkefnum sínum á önnur mið ef við hættum ekki að veiða hval. Það er sérlega ámælisvert vegna þess að hún ætti að vita að þegar frægt fólk lætur sig málefni sem þetta varða þá veldur það oft snjóboltaáhrifum yfir í annan iðnað og það getur verið mjög stutt í það að veitingahúsaeigendur og verslunareigendur í Bandaríkjunum taki undir þessa sniðgöngu og vilji ekki lengur versla íslenskar afurðir sem að mestu leiti eru fiskur. Sjálfstæði og mannréttindi að murka lífið úr hvölum Annað sem Heiðrún skýtur að er að Leonardo ætti að styðja lýðræði og mannréttindi íslendinga eins og hann styður opinberlega í öðrum ríkjum heims. Sjálfstæðismenn hafa nefnilega undanfarna áratugi haldið uppi þeirri orðræðu að hvalveiðar séu „réttur okkar sem sjálfstæðrar þjóðar” og að banna þær sé „atlaga að frelsi og sjálfstæði íslendinga” og að hvalveiðar séu hluti af okkur menningu og arfleifð. Staðreyndin er hinsvegar sú að það að hefja veiðar á hval var ekki einu sinni að frumkvæði íslendinga. Að opna hvalstöð í Hvalfirði og hefja veiðar eftir seinni heimsstyrjöldina er hugmynd komin frá bandaríkjamönnum. Herinn byggði herstöð í Hvalfirði í seinni heimsstyrjöldinni sem gegnt hefur hlutverki hvalstöðvar síðan 1948. Til að tryggja það að herstöðinni væri viðhaldið skyldu bandaríkjamenn þurfa á henni að halda aftur seinna meir þá stungu þeir upp á við Loft Bjarnason og Vilhjálm Árnason stofnenda Hvals hf. að þeir myndu hefja hvalveiðar og nota herstöðina og halda henni við. Hið grátbroslega við þetta allt er að íslendingar höfðu öldum saman reynt að stöðva hvalveiðar annarra ríkja við Íslandsstrendur. Á 16-17 öld vorum við komin með svo nóg af því að baskar voru að veiða hvali við Íslandsstrendur og skilja rotnandi hræin eftir í fjörðunum okkar að árið 1615 myrtu íslendingar 32 baska sem hér voru strandaglópar eftir að hvalveiðiskip þeirra fórust. Af og á fram á tuttugustu öld veiddu aðallega frakkar, norðmenn og danir hvali við Íslandsstrendur en árið 1915 bönnuðu íslendingar hvalveiðar. Ástæður sem voru tilteknar voru erlendur ágangur, mengunin sem fylgdi eftirvinnslu hvalveiðanna og neikvæð áhrif á fiskveiðar í fjörðum vegna ofveiði. Banninu var lyft 1928 en það var ekki fyrr en árið 1948 þegar Hvalur hf. var stofnað að hvalur var veiddur var í miklu magni aftur. (Margrét Tryggvadóttir Kjarninn 2022) Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hvalveiðar Lýðræði okkar sem sumir slengja fram á tyllidögum snýst um vilja meirihluta þjóðarinnar,því er vert að minnast á að stuðningur við ríkisstjórnina er í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum og andstaða við hvalveiðar hefur aldrei mælst meiri en nýjasta könnun maskínu gefur til kynna. Í þessu landi gilda lög um velferð dýra og þau lög voru brotin við hvalveiðar 2022 og þau munu vera brotin við hvalveiðar 2023. Það er einfaldlega ekkert sem réttlætir það að leyfa einhverjum að murka lífið úr hundruðum hvala tímunum saman og það er sorglegt að sjá að bæði ríkisstjórn Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu sam-meðvirk með einum ríkum karli. Hvað mun það kosta okkur sem þjóð? Loftslagsbreytingar og „hræsni” diCaprio Að lokum er ekki annað en hægt að grípa á lofti það að Heiðrún Lind minnist á loftslagsbreytingar og hræsni Leonardo diCaprio, hvað með hræsni þeirra sem styðja hvalveiðar þegar stórhveli eins og langreyðar binda því sem samsvarar 1500 tré á ævi sinni fái þeir að lifa? Reiknað hefur verið út af IMF að kolefnisbinding í einum hval sé 3 milljóna Bandaríkjadala virði eða í kringum 400 milljónir íslenskra króna. Ríkisstjórn Íslands ætti að taka því fagnandi að hafa syndandi náttúrulegar verur til kolefnisbindingar þar sem þau eru svo langt frá því að standa sig í skuldbindingum sínum hvað varðar losun og aðgerðir vegna loftslagsbreytinga. Hvernig svo sem á það er litið þá töpum við á hvalveiðum og það er átakanlega sorglegt að sjá hversu úreltar skoðanir og miklar rangfærslur koma frá fólki í ábyrgðarstöðum sem á að vita betur og sem fær ofurlaun fyrir. Höfundur er umhverfis- og dýraverndarsinni og varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og fyrir það fær hún 3.879.000 krónur í laun á mánuði. Fyrir svo há laun myndi man áætla að hún væri að veita sínum félagsmönnum ráðleggingar af mikilli fagmennsku með ritrýnd gögn og vísindi að leiðarljósi. Það slær mann því þegar enn ein greinin kemur frá henni þar sem hunsar alveg staðreyndir málsins og þá ógn sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir vegna hvalveiða íslendinga og þeim einkennilega „whataboutisma” sem hún svo frjálslega slengir fram. Fyrir samhengi hlutanna þá þarf að vísa í grein Heiðrúnar Lindar sem hér birtist í gær; „Sameiginleg ást okkar DiCaprio”. „Whataboutismi” Heiðrúnar Lindar (Whataboutismi er taktík sem er notuð í samtölum þegar fólki finnst að sér vegið á einhvern hátt. Í raun er verið að snúa út úr eða leiða samtalið að öðru. ) Í fyrsta lagi þá líkir Heiðrún hvalveiðar við fiskveiðar, það er sérlega ómálefnalegt og í eðli sínu rangt þar sem hvalir eru ekki fiskar heldur spendýr og um hvalveiðar gilda allt aðrar reglur en um fiskveiðar. Þetta gerir hún auðvitað til að kynda undir þann hræðsluáróður sem Kristján Loftsson og félagar hans í Hval hf. hófu fyrir einhverjum áratugum, að fyrst munu dýravelferðarsinnar herja á hvalveiðum og næst á dagskrá séu svo fiskveiðar. Það sem er samt mest sláandi er að Heiðrún Lind á að gæta hagsmuna þeirra sem stunda fiskveiðar fyrst og fremst og það gerir hún ekki með því að verja hvalveiðar. Núna vitum við nefnilega að hvalir stuðla að heilbrigði fiskistofna. Þeir eru lykilatriði fyrir fæðukeðju hafsins, hvalir kafa niður á mikið dýpi og koma síðan upp og skilja sinn úrgang eftir á yfirborðsvatni sjávar og sá úrgangur er lykil næringarefni fyrir svif sem er grunnurinn í fæðukeðju hafsins. Þannig að í rauninni er staðreyndin sú að því fleiri hvalir sem eru í sjónum, því fleiri fiskar. Einnig gerir Heiðrún Lind lítið úr því að Leonardo diCaprio og um áttatíu aðrir kvikmyndaframleiðendur og leikarar hvaðanæva úr heiminum hafa heitið því að sniðganga Ísland og beina kvikmyndaverkefnum sínum á önnur mið ef við hættum ekki að veiða hval. Það er sérlega ámælisvert vegna þess að hún ætti að vita að þegar frægt fólk lætur sig málefni sem þetta varða þá veldur það oft snjóboltaáhrifum yfir í annan iðnað og það getur verið mjög stutt í það að veitingahúsaeigendur og verslunareigendur í Bandaríkjunum taki undir þessa sniðgöngu og vilji ekki lengur versla íslenskar afurðir sem að mestu leiti eru fiskur. Sjálfstæði og mannréttindi að murka lífið úr hvölum Annað sem Heiðrún skýtur að er að Leonardo ætti að styðja lýðræði og mannréttindi íslendinga eins og hann styður opinberlega í öðrum ríkjum heims. Sjálfstæðismenn hafa nefnilega undanfarna áratugi haldið uppi þeirri orðræðu að hvalveiðar séu „réttur okkar sem sjálfstæðrar þjóðar” og að banna þær sé „atlaga að frelsi og sjálfstæði íslendinga” og að hvalveiðar séu hluti af okkur menningu og arfleifð. Staðreyndin er hinsvegar sú að það að hefja veiðar á hval var ekki einu sinni að frumkvæði íslendinga. Að opna hvalstöð í Hvalfirði og hefja veiðar eftir seinni heimsstyrjöldina er hugmynd komin frá bandaríkjamönnum. Herinn byggði herstöð í Hvalfirði í seinni heimsstyrjöldinni sem gegnt hefur hlutverki hvalstöðvar síðan 1948. Til að tryggja það að herstöðinni væri viðhaldið skyldu bandaríkjamenn þurfa á henni að halda aftur seinna meir þá stungu þeir upp á við Loft Bjarnason og Vilhjálm Árnason stofnenda Hvals hf. að þeir myndu hefja hvalveiðar og nota herstöðina og halda henni við. Hið grátbroslega við þetta allt er að íslendingar höfðu öldum saman reynt að stöðva hvalveiðar annarra ríkja við Íslandsstrendur. Á 16-17 öld vorum við komin með svo nóg af því að baskar voru að veiða hvali við Íslandsstrendur og skilja rotnandi hræin eftir í fjörðunum okkar að árið 1615 myrtu íslendingar 32 baska sem hér voru strandaglópar eftir að hvalveiðiskip þeirra fórust. Af og á fram á tuttugustu öld veiddu aðallega frakkar, norðmenn og danir hvali við Íslandsstrendur en árið 1915 bönnuðu íslendingar hvalveiðar. Ástæður sem voru tilteknar voru erlendur ágangur, mengunin sem fylgdi eftirvinnslu hvalveiðanna og neikvæð áhrif á fiskveiðar í fjörðum vegna ofveiði. Banninu var lyft 1928 en það var ekki fyrr en árið 1948 þegar Hvalur hf. var stofnað að hvalur var veiddur var í miklu magni aftur. (Margrét Tryggvadóttir Kjarninn 2022) Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hvalveiðar Lýðræði okkar sem sumir slengja fram á tyllidögum snýst um vilja meirihluta þjóðarinnar,því er vert að minnast á að stuðningur við ríkisstjórnina er í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum og andstaða við hvalveiðar hefur aldrei mælst meiri en nýjasta könnun maskínu gefur til kynna. Í þessu landi gilda lög um velferð dýra og þau lög voru brotin við hvalveiðar 2022 og þau munu vera brotin við hvalveiðar 2023. Það er einfaldlega ekkert sem réttlætir það að leyfa einhverjum að murka lífið úr hundruðum hvala tímunum saman og það er sorglegt að sjá að bæði ríkisstjórn Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu sam-meðvirk með einum ríkum karli. Hvað mun það kosta okkur sem þjóð? Loftslagsbreytingar og „hræsni” diCaprio Að lokum er ekki annað en hægt að grípa á lofti það að Heiðrún Lind minnist á loftslagsbreytingar og hræsni Leonardo diCaprio, hvað með hræsni þeirra sem styðja hvalveiðar þegar stórhveli eins og langreyðar binda því sem samsvarar 1500 tré á ævi sinni fái þeir að lifa? Reiknað hefur verið út af IMF að kolefnisbinding í einum hval sé 3 milljóna Bandaríkjadala virði eða í kringum 400 milljónir íslenskra króna. Ríkisstjórn Íslands ætti að taka því fagnandi að hafa syndandi náttúrulegar verur til kolefnisbindingar þar sem þau eru svo langt frá því að standa sig í skuldbindingum sínum hvað varðar losun og aðgerðir vegna loftslagsbreytinga. Hvernig svo sem á það er litið þá töpum við á hvalveiðum og það er átakanlega sorglegt að sjá hversu úreltar skoðanir og miklar rangfærslur koma frá fólki í ábyrgðarstöðum sem á að vita betur og sem fær ofurlaun fyrir. Höfundur er umhverfis- og dýraverndarsinni og varaþingkona Pírata.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun