Lagði sitt mat á umdeild atvik úr stórleik helgarinnar Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 12:24 Úr leik Arsenal og Manchester United í gær Vísir/EPA Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn. Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira