Haaland telur að annað mark City hafi ekki átt að standa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 12:00 Erling Braut Haaland segir að annað mark Manchester City gegn Fulham í gær hafi ekki átt að standa. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, telur að annað mark liðsins í 5-1 sigri gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær hafi ekki átt að fá að standa. Nathan Ake skoraði annað mark City á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf Phil Foden í netið. Manuel Akanji, varnarmaður City, var hins vegar rangstæður og virtist trufla Bernd Leno, markvörð Fulham, sem hikaði áður en hann skutlaði sér á eftir boltanum. Hvorki Michael Oliver, dómari leiksins, né Tony Harrington sem staddur var í VAR-herberginu, sáu þó ástæðu til að dæma markið af. Eins og gefur að skilja var Marco Silva, þjálfari Fulham, afar ósáttur við ákvörðunina og sagði í viðtali eftir leik að allir sem hafi eitthvað vit á fótbolta séu hundrað prósent vissir um að markið hafi verið ólöglegt. Norski framherjinn Erling Braut Haaland, sem skoraði þrennu fyrir City í leiknum, var sammála Silva og viðurkenndi að markið hafi líklega ekki átt að standa. „Þetta var rangstaða,“ sagði Haaland í viðtali við beIN Sports að leik loknum. „Ég vorkenni þeim því ég hefði verið brjálaður ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þetta er ömurleg tilfinning.“ 🎙️ Erling Haaland on Nathan Aké’s goal: "I think it was offside, I feel bad for them [Fulham], I would be so angry if I were them." pic.twitter.com/xoLEsqOMuP— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Nathan Ake skoraði annað mark City á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf Phil Foden í netið. Manuel Akanji, varnarmaður City, var hins vegar rangstæður og virtist trufla Bernd Leno, markvörð Fulham, sem hikaði áður en hann skutlaði sér á eftir boltanum. Hvorki Michael Oliver, dómari leiksins, né Tony Harrington sem staddur var í VAR-herberginu, sáu þó ástæðu til að dæma markið af. Eins og gefur að skilja var Marco Silva, þjálfari Fulham, afar ósáttur við ákvörðunina og sagði í viðtali eftir leik að allir sem hafi eitthvað vit á fótbolta séu hundrað prósent vissir um að markið hafi verið ólöglegt. Norski framherjinn Erling Braut Haaland, sem skoraði þrennu fyrir City í leiknum, var sammála Silva og viðurkenndi að markið hafi líklega ekki átt að standa. „Þetta var rangstaða,“ sagði Haaland í viðtali við beIN Sports að leik loknum. „Ég vorkenni þeim því ég hefði verið brjálaður ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þetta er ömurleg tilfinning.“ 🎙️ Erling Haaland on Nathan Aké’s goal: "I think it was offside, I feel bad for them [Fulham], I would be so angry if I were them." pic.twitter.com/xoLEsqOMuP— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira