Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 09:09 Mitch McConnell hefur setið í öldungadeildinni frá 1984 og leitt Repúblikana þar frá 2007. AP/Liz Dufour Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06
Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11