Laxismi Lárus Karl Arinbjarnarson skrifar 1. september 2023 07:00 Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar