Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Loftsson Lovísa Arnardóttir skrifar 31. ágúst 2023 19:01 Valgerður og hundurinn hennar Júní. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist hafa orðið fyrir svolitlu áfalli þegar matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný en samkvæmt henni verða veiðar leyfðar aftur á morgun samkvæmt ákveðnum skilyrðum sem tilgreind eru í nýrri reglugerð. „Ég vildi hafa trú á því að Svandís myndi nota þau tækifæri sem hún hefur til að stöðva þetta og ég trúði því alveg þangað til ég sá hana í beinni útsendingu kynna að hún ætlaði að leyfa honum að veiða aftur,“ segir Valgerður og á þá við Kristján. Samtök grænkera ásamt öðrum samtökum stóðu að mótmælum sem hófust klukkan 17 en Valgerður segir marga verulega svekkta og reiða yfir þessari ákvörðun. „Mér finnst ótrúlegt að hafa gefið þetta leyfi út frá skýrslu starfshóps sem viðurkennir sjálfur að vera ekki sérfræðingur í þessu og að þau hefðu gjarnan viljað fá lengri tíma til að ræða við sérfræðinga,“ segir Valgerður. Engin viðurlög í reglugerð Hvað varðar nýja reglugerð ráðherra segir Valgerður afar mörgum spurningum ósvarað í henni. „Það sem stingur mig fyrst er að það eru engin viðurlög við að brjóta á henni,“ segir Valgerður og nefnir sem dæmi ef Kristján myndi skjóta langreyði með kálfi en það er bannað samkvæmt henni. Þá segir hún að talað sé um ýmis námskeið sem starfsmenn þurfi að fara á og ekki sé ljóst hvort starfsmenn séu búnir að því eða hvort það sé skilyrði að fara á þau áður en veiðar hefjast að nýju. Hvernig líður þér? „Ekki vel. Ég er bjartsýn manneskja að eðlisfari þrátt fyrir að margir gætu haldið það gagnstæða því ég er mótmælandi. En ég myndi gjarnan vilja að við gætum treyst á stjórnvöld að fara eftir vilja þjóðarinnar. Að við gætum treyst á það þegar það er eitthvað sem er jafn borðleggjandi og að hætta að veiða hvali. Það er allt sem stríðir á móti því og nánast ekkert sem styður það. Við þessar aðstæður hefði mér þótt það skynsamlegt hjá stjórnvöldum að sjá að tíminn er kominn til að hætta og Svandís hefði átt að grípa það tækifæri í dag.“ Valgerður telur réttast að á þingi fari nú fram umræða um málið en Píratar, sem hún tilheyrir, hafa óskað eftir samvinnu allra flokka á þingi um að leggja fram frumvarp í þingbyrjun, eftir tvær vikur, um bann við hvalveiðum. „Vonandi verður í kjölfarið veiðibann og ekki gefinn út frekari kvóti. En hversu marga hvali til viðbótar á að drepa og fyrir hvað? Mér finnst ekki réttlætanlegt að drepa einn hval til viðbótar.“ Ætlið þið að veita Kristjáni Loftssyni einhvers konar aðhald á meðan hann veiðir? „Við munum gera flestallt sem við getum. Við erum friðsamlegt og höfum aldrei skemmt neitt eða notað ofbeldi á neinn hátt og munum ekki gera það en við munum gera allt annað sem við getum til að stöðva Kristján Loftsson.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 „Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31. ágúst 2023 12:35 Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist hafa orðið fyrir svolitlu áfalli þegar matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný en samkvæmt henni verða veiðar leyfðar aftur á morgun samkvæmt ákveðnum skilyrðum sem tilgreind eru í nýrri reglugerð. „Ég vildi hafa trú á því að Svandís myndi nota þau tækifæri sem hún hefur til að stöðva þetta og ég trúði því alveg þangað til ég sá hana í beinni útsendingu kynna að hún ætlaði að leyfa honum að veiða aftur,“ segir Valgerður og á þá við Kristján. Samtök grænkera ásamt öðrum samtökum stóðu að mótmælum sem hófust klukkan 17 en Valgerður segir marga verulega svekkta og reiða yfir þessari ákvörðun. „Mér finnst ótrúlegt að hafa gefið þetta leyfi út frá skýrslu starfshóps sem viðurkennir sjálfur að vera ekki sérfræðingur í þessu og að þau hefðu gjarnan viljað fá lengri tíma til að ræða við sérfræðinga,“ segir Valgerður. Engin viðurlög í reglugerð Hvað varðar nýja reglugerð ráðherra segir Valgerður afar mörgum spurningum ósvarað í henni. „Það sem stingur mig fyrst er að það eru engin viðurlög við að brjóta á henni,“ segir Valgerður og nefnir sem dæmi ef Kristján myndi skjóta langreyði með kálfi en það er bannað samkvæmt henni. Þá segir hún að talað sé um ýmis námskeið sem starfsmenn þurfi að fara á og ekki sé ljóst hvort starfsmenn séu búnir að því eða hvort það sé skilyrði að fara á þau áður en veiðar hefjast að nýju. Hvernig líður þér? „Ekki vel. Ég er bjartsýn manneskja að eðlisfari þrátt fyrir að margir gætu haldið það gagnstæða því ég er mótmælandi. En ég myndi gjarnan vilja að við gætum treyst á stjórnvöld að fara eftir vilja þjóðarinnar. Að við gætum treyst á það þegar það er eitthvað sem er jafn borðleggjandi og að hætta að veiða hvali. Það er allt sem stríðir á móti því og nánast ekkert sem styður það. Við þessar aðstæður hefði mér þótt það skynsamlegt hjá stjórnvöldum að sjá að tíminn er kominn til að hætta og Svandís hefði átt að grípa það tækifæri í dag.“ Valgerður telur réttast að á þingi fari nú fram umræða um málið en Píratar, sem hún tilheyrir, hafa óskað eftir samvinnu allra flokka á þingi um að leggja fram frumvarp í þingbyrjun, eftir tvær vikur, um bann við hvalveiðum. „Vonandi verður í kjölfarið veiðibann og ekki gefinn út frekari kvóti. En hversu marga hvali til viðbótar á að drepa og fyrir hvað? Mér finnst ekki réttlætanlegt að drepa einn hval til viðbótar.“ Ætlið þið að veita Kristjáni Loftssyni einhvers konar aðhald á meðan hann veiðir? „Við munum gera flestallt sem við getum. Við erum friðsamlegt og höfum aldrei skemmt neitt eða notað ofbeldi á neinn hátt og munum ekki gera það en við munum gera allt annað sem við getum til að stöðva Kristján Loftsson.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 „Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31. ágúst 2023 12:35 Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35
„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31. ágúst 2023 12:35
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54