Framtíð hvalveiða Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 14:30 Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun