„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 14:45 Birgitta og Enok ræddu árás sem þau urðu fyrir á bílaplani við ÁTVR á Dalvegi. Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Greint var frá árásinni 18. ágúst síðastliðinn. Kom þá fram að tveir menn hefðu ráðist á Enok Vatnar þar sem hann var staddur á bílaplani Vínbúðarinnar. Notuðu mennirnir hníf, hamar og piparúða. Voru þeir handteknir og sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögreglan rannsakar nú málið. Umræðan um árásina hófst í hlaðvarpsþættinum þegar Birgitta Líf ræddi lífið sem fylgdi því að vera í sviðsljósi fjölmiðla, sem hún hafi kynnst fyrst með fréttaflutningi af málefnum foreldra hennar Hafdísar og Björns sem eru eigendur World class. „Þetta venst en þetta er samt alltaf jafn skrýtið,“ sagði Birgitta um fjölmiðlaumfjöllunina. Máli skipti hvers eðlis umræðan er. Birgitta tók þá árásina við Dalveg í Kópavogi sem dæmi. „Ég ætla samt að tengja það við Breiðholtið af því ég held að þessir gaurar hafi elt okkur þaðan þar sem við vorum að kaupa okkur í matinn,“ sagði Birgitta létt í bragði. Hún segist hafa áttað sig á alvarleika málsins eftir að árásinni lauk. „Hvenær hættir þetta“ „Þetta gerðist allt svo hratt og þeir hlaupa svo í burtu. Svo kemur löggan og við förum í skýrslutöku. Síðan er búið að ná gaurunum, þeir voru handteknir. Við vorum á leiðinni í bústað, höldum ferð okkar áfram til að kúpla okkur út. Erum náttúrulega í pínu sjokki eftir þetta.“ Þá hafi símar þeirra tveggja byrjað að hringja stanslaust. Áhyggjufullir vinir og vandamenn að kanna hvort allt væri í lagi. DV greindi fyrst frá árásinni kvöldið 18. ágúst. Birgitta furðar sig á lygasögum sem hafi spunnist um árásina skömmu síðar. „Og við erum ekki enn þá komin upp í bústað. Ég segi bara við Enok: oh my god, hvenær hættir þetta.“ Ási þáttastjórnandi furðaði sig á því hvað árásarmönnunum gangi til um hábjartan dag. „Þetta var einmitt í ríkinu, ég hefði haldið að ríkið væri safe-zone. Allir væru bara glaðir og sáttir þar á föstudegi,“ sagði Enok þá. Þekki ekki deili á mönnunum Vísir leitaði til Birgittu Lífar sem staðfestir að þau Enok viti ekki hvaðan árásin sé sprottin. Þá hafi þau ekki vitneskju um það á hvaða stigi rannsókn málsins sé. „Ég er ólétt, sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum. Ég hleyp út og öskra,“ segir Birgitta í þættinum og bætir við að hún hafi ekki viljað blanda sér frekar inn í málin en tók upp símann til að ná mönnunum á upptöku. „Og ég hleyp á eftir þeim, sem er kannski mjög heimskulegt, hefði ég vitað að þeir væru með vopn. Ég vissi það ekki og var ekkert að hugsa nema að ná því hverjir þetta væru. Þetta gerist bara á þrjátíu sekúndum.“ „Það er mjög skrýtið hvernig tíminn líður í svona,“ segir Enok. „Ég var í átökunum og á meðan þeim stendur er þetta eiginlega í slow-mo. En eftir á er þetta bara augnablik.“ „Þetta er eitthvað sem maður ætlaði ekki að tala um. Þetta er ekki slúður heldur eitthvað alvarlegt. Þá ákvað ég að setja eitthvað inn á Instagram hjá mér,“ sagði Birgitta í hlaðvarpinu. Þau voru sammála um að hjálplegt hafi verið að fara upp í sumarbústað beint eftir árásina til að „kúpla sig út“. Umræðan um árásina hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum: Kópavogur Lögreglumál Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála á Dalvegi Lögregla var kölluð til vegna slagsmála sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi fyrr í kvöld. 18. ágúst 2023 20:32 Ráðist á Birgittu og Enok með hníf, hamri og piparúða á Dalvegi Tveir menn réðust á Enok Vatnar Jónsson þar sem hann var staddur á bílaplani við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi um sjöleytið í kvöld ásamt kærustunni sinni Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. 18. ágúst 2023 22:51 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Greint var frá árásinni 18. ágúst síðastliðinn. Kom þá fram að tveir menn hefðu ráðist á Enok Vatnar þar sem hann var staddur á bílaplani Vínbúðarinnar. Notuðu mennirnir hníf, hamar og piparúða. Voru þeir handteknir og sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögreglan rannsakar nú málið. Umræðan um árásina hófst í hlaðvarpsþættinum þegar Birgitta Líf ræddi lífið sem fylgdi því að vera í sviðsljósi fjölmiðla, sem hún hafi kynnst fyrst með fréttaflutningi af málefnum foreldra hennar Hafdísar og Björns sem eru eigendur World class. „Þetta venst en þetta er samt alltaf jafn skrýtið,“ sagði Birgitta um fjölmiðlaumfjöllunina. Máli skipti hvers eðlis umræðan er. Birgitta tók þá árásina við Dalveg í Kópavogi sem dæmi. „Ég ætla samt að tengja það við Breiðholtið af því ég held að þessir gaurar hafi elt okkur þaðan þar sem við vorum að kaupa okkur í matinn,“ sagði Birgitta létt í bragði. Hún segist hafa áttað sig á alvarleika málsins eftir að árásinni lauk. „Hvenær hættir þetta“ „Þetta gerðist allt svo hratt og þeir hlaupa svo í burtu. Svo kemur löggan og við förum í skýrslutöku. Síðan er búið að ná gaurunum, þeir voru handteknir. Við vorum á leiðinni í bústað, höldum ferð okkar áfram til að kúpla okkur út. Erum náttúrulega í pínu sjokki eftir þetta.“ Þá hafi símar þeirra tveggja byrjað að hringja stanslaust. Áhyggjufullir vinir og vandamenn að kanna hvort allt væri í lagi. DV greindi fyrst frá árásinni kvöldið 18. ágúst. Birgitta furðar sig á lygasögum sem hafi spunnist um árásina skömmu síðar. „Og við erum ekki enn þá komin upp í bústað. Ég segi bara við Enok: oh my god, hvenær hættir þetta.“ Ási þáttastjórnandi furðaði sig á því hvað árásarmönnunum gangi til um hábjartan dag. „Þetta var einmitt í ríkinu, ég hefði haldið að ríkið væri safe-zone. Allir væru bara glaðir og sáttir þar á föstudegi,“ sagði Enok þá. Þekki ekki deili á mönnunum Vísir leitaði til Birgittu Lífar sem staðfestir að þau Enok viti ekki hvaðan árásin sé sprottin. Þá hafi þau ekki vitneskju um það á hvaða stigi rannsókn málsins sé. „Ég er ólétt, sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum. Ég hleyp út og öskra,“ segir Birgitta í þættinum og bætir við að hún hafi ekki viljað blanda sér frekar inn í málin en tók upp símann til að ná mönnunum á upptöku. „Og ég hleyp á eftir þeim, sem er kannski mjög heimskulegt, hefði ég vitað að þeir væru með vopn. Ég vissi það ekki og var ekkert að hugsa nema að ná því hverjir þetta væru. Þetta gerist bara á þrjátíu sekúndum.“ „Það er mjög skrýtið hvernig tíminn líður í svona,“ segir Enok. „Ég var í átökunum og á meðan þeim stendur er þetta eiginlega í slow-mo. En eftir á er þetta bara augnablik.“ „Þetta er eitthvað sem maður ætlaði ekki að tala um. Þetta er ekki slúður heldur eitthvað alvarlegt. Þá ákvað ég að setja eitthvað inn á Instagram hjá mér,“ sagði Birgitta í hlaðvarpinu. Þau voru sammála um að hjálplegt hafi verið að fara upp í sumarbústað beint eftir árásina til að „kúpla sig út“. Umræðan um árásina hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum:
Kópavogur Lögreglumál Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála á Dalvegi Lögregla var kölluð til vegna slagsmála sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi fyrr í kvöld. 18. ágúst 2023 20:32 Ráðist á Birgittu og Enok með hníf, hamri og piparúða á Dalvegi Tveir menn réðust á Enok Vatnar Jónsson þar sem hann var staddur á bílaplani við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi um sjöleytið í kvöld ásamt kærustunni sinni Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. 18. ágúst 2023 22:51 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Lögregla kölluð til vegna slagsmála á Dalvegi Lögregla var kölluð til vegna slagsmála sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi fyrr í kvöld. 18. ágúst 2023 20:32
Ráðist á Birgittu og Enok með hníf, hamri og piparúða á Dalvegi Tveir menn réðust á Enok Vatnar Jónsson þar sem hann var staddur á bílaplani við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi um sjöleytið í kvöld ásamt kærustunni sinni Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. 18. ágúst 2023 22:51
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52