Fraus aftur í miðri setningu Máni Snær Þorláksson skrifar 30. ágúst 2023 21:38 Mitch McConnell fraus aftur í skamma stund á blaðamannafundi í dag. EPA/SHAWN THEW Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira