Tilgangslausar kvalafullar hvalveiðar Tómas Guðbjartsson skrifar 30. ágúst 2023 11:30 Þegar ég var strákur var oft hvalkjöt í matinn og í minningunni fannst mér það bara allt í lagi matur. Pabbi hafði ungur unnið í Hvalstöðinni og heima hjá okkur þóttu hvalveiðar sjálfsagðar. Meðfram læknanámi vann ég sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn um hálendi Íslands, en um svipað leyti var sett á alþjóðlegt hvalveiðibann. Stuttu síðar man ég vel hversu hneykslaðir erlendu ferðamennirnir voru þegar við Íslendingar tókum upp svokallaðar vísindaveiðar á hvölum, þvert á alþjóða samþykktir. Sem verðandi vísindamaður hélt ég í einfeldni minni að slíkar veiðar hlytu að hafa göfugan tilgang þar sem leitað væri að staðreyndum og tilfinningar settar til hliðar. Ég átti því til að verja þessar veiðar gagnvart erlendum gestum mínum - þær væru jú stundaðar í okkar eigin lögsögu og engir segðu okkur fyrir verkum. Auk þess væru hvalirnir jú að éta upp fiskistofnana og sjálfsagt að nýta syndandi kjötið sem væri svo eftirsótt erlendis. Sannleikurinn um hvalveiðar átti hins vegar eftir að elta mig uppi í 12 ára sérnámi í Svíþjóð og Bandaríkjunum, þar sem ég náði að víkka sjóndeildarhring minn. Þar sá ég hvalveiðar frá hinni hliðinni og hversu mikilvæg samstaða þjóða er til að vernda náttúruna gegn ágangi mannsins og rányrkju. Ég flutti síðan heim fyrir tæpum tveimur áratugum en á þeim tíma hefur afstaða mín gegn hvalveiðum aðeins styrkts. Enda hrannast staðreyndirnar upp, margar studdar vísindalegum rökum á meðan aðrar höfða til mannúðar og ekki síst heilbrigðrar skynsemi. Fyrir mér eru helstu rökin gegn hvalveiðum þessi: Hvalir eru með tignarlegustu og stærstu skepnum jarðar. Þeir eru mikilvægur hluti af heilbrigðu vistkerfi hafsins þar sem þeir binda kolefni. Langflestar hvalategundir í heiminum eru í útrýmingarhættu og hlýnun jarðar af mannavöldum er ógn við tilvist þeirra. Í gegnum aldirnar hafa hvalir verið ofveiddir og Íslendingar hafa tekið drjúgan þátt í þeirri rányrkju. Það var ekki að ástæðulausu sem hvalveiðar voru bannaðar árið 1986 - en af óskiljanlegum ástæðum þráuðust Íslendingar, Norðmenn og Japanir við veiðar, í trássi við alþjóða samþykktir sem lönd um allan heim samþykktu. Þessi veiðar voru því á skjön við það samflot sem við Íslendingar höfum ávallt reynt að hafa að leiðarljósi í ýmsum mikilvægum málum, eins og mannréttindamálum, dýravelferð, mengunarmálum og tóbaksvörnum. Af hverju á annað að gilda um hvalveiðar? Veiðarnar geta varla talist sjálfbærar og dýrin drepin með kvalafullum aðferðum sem engan veginn standast skoðun í dag. Efnahagleg þýðing hvalveiða er algjörlega hverfandi fyrir Íslendinga. Á hinn bóginn er hvalaskoðun hratt vaxandi atvinnugrein, veitir fjölda starfa (ekki síst úti á landi), og veltir milljörðum. Augljóslega fara hvalveiðar illa saman við þjóðhagslega mikilvæga starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja Áhugi á hvalaafurðum er hverfandi og Japanir eina landið sem hefur keypt þær, með semingi reyndar. Þannig virðist þurfa styrki til að liðka fyrir sölunni og Hvalur hf. þurft að setja á fót eigið innflutningsfyrirtæki í Japan. Áhugi Japana á hvalkjöti fer ört dvínandi, ekki síst vegna andstöðu yngra fólks við hvalveiðar. Ljóst er að hluti afurðanna fer í japanskt dýrafóður og lýsi sem hægt er að afla með öðrum hætti. Íslensku hvalveiðibátarnir eru löngu úreltir og mengunarvaldar sem trauðla uppfylla nútíma öryggiskröfur. Sama á við Hvalstöðina í Hvalfirði sem varla stenst nútíma kröfur um hreinlæti við matvælaframleiðslu. Skammt frá heimili mínu í Ketildölum við Arnarfjörð halda hnúfubakar til stóran hluta ársins. Þetta er þriðju stærstu skepnur jarðar og gleðja augu allra sem þá berja augum. Á síðustu öld var gengið mjög nærri hnúfubakastofninum, ekki síst hér við land, en með friðun þeirra 1955 á heimsvísu hefur stofninn náð sér aftur á strik, Vestfirðingum og öllu mannkyni reyndar til mikillar gleði. TG Ég er yfirleitt stoltur af því að vera Íslendingur en þegar kemur að hvalveiðum hér við land skammast ég mín. Það var vissulega högg fyrir 120 starfsmenn Hvals hf. þegar hvalveiðar voru stöðvaðar tímabundið með nær engum fyrir fyrirvara fyrr í sumar. Starfsmennirnir hafa þó nær allir haldið launum sínum, í störfum sem í langflestum tilvikum eru tímabundin, eða fengið aðra vinnu. Tekjutapið er því óverulegt. Ekki má heldur gleymast að Hvalur hf. hefur áður blásið af hvalavertíð með næstum engum fyrirvara. Það yrði saga til næsta bæjar ef hvalveiðar næðu að verða orsök stjórnarslita, jafnvel þótt ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun veiða hafi verið umdeild. Til grundvallar ákvörðuninni lágu sterk rök um dýravelferð, sem rakin voru í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem barst ráðherra í vor og niðurstöðu fagráðs um velferð dýra sem barst í júní, stuttu áður en veiðar áttu að hefjast. Ráðherra gat því ekki annað en brugðist við, en þess má geta að Hvalur hf. vissi af þessu ferli öllu og hafði áður fengið að bregðast við niðurstöðum skýrslunnar. Stöðvunin átti því ekki að koma fyrirtækinu á óvart. Þrátt fyrir upphrópanir sumra þingmanna undanfarna daga og hótanir um vantrausttillögu, vona ég að ráðherra standi í lappirnar og beygi ekki af leið vegna þrýstings. Enda mikilvægt að hafa í huga að meirihluti þjóðarinnar styður ákvörðun hennar. Vafasamar hvalveiðar okkar Íslendinga snúast nefnilega í grunninn ekki um tekjur og störf, heldur miklu frekar um dýravelferð og verndun lífríkis hafsins. Veiðarnar eru bæði ósjálfbærar og tilgangslausar og stríða gegn heilbrigðri skynsemi – sem eru nægileg rök til þess að hætta þeim fyrir fullt og allt. Höfundur er læknir, prófessor og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Hvalveiðar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var strákur var oft hvalkjöt í matinn og í minningunni fannst mér það bara allt í lagi matur. Pabbi hafði ungur unnið í Hvalstöðinni og heima hjá okkur þóttu hvalveiðar sjálfsagðar. Meðfram læknanámi vann ég sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn um hálendi Íslands, en um svipað leyti var sett á alþjóðlegt hvalveiðibann. Stuttu síðar man ég vel hversu hneykslaðir erlendu ferðamennirnir voru þegar við Íslendingar tókum upp svokallaðar vísindaveiðar á hvölum, þvert á alþjóða samþykktir. Sem verðandi vísindamaður hélt ég í einfeldni minni að slíkar veiðar hlytu að hafa göfugan tilgang þar sem leitað væri að staðreyndum og tilfinningar settar til hliðar. Ég átti því til að verja þessar veiðar gagnvart erlendum gestum mínum - þær væru jú stundaðar í okkar eigin lögsögu og engir segðu okkur fyrir verkum. Auk þess væru hvalirnir jú að éta upp fiskistofnana og sjálfsagt að nýta syndandi kjötið sem væri svo eftirsótt erlendis. Sannleikurinn um hvalveiðar átti hins vegar eftir að elta mig uppi í 12 ára sérnámi í Svíþjóð og Bandaríkjunum, þar sem ég náði að víkka sjóndeildarhring minn. Þar sá ég hvalveiðar frá hinni hliðinni og hversu mikilvæg samstaða þjóða er til að vernda náttúruna gegn ágangi mannsins og rányrkju. Ég flutti síðan heim fyrir tæpum tveimur áratugum en á þeim tíma hefur afstaða mín gegn hvalveiðum aðeins styrkts. Enda hrannast staðreyndirnar upp, margar studdar vísindalegum rökum á meðan aðrar höfða til mannúðar og ekki síst heilbrigðrar skynsemi. Fyrir mér eru helstu rökin gegn hvalveiðum þessi: Hvalir eru með tignarlegustu og stærstu skepnum jarðar. Þeir eru mikilvægur hluti af heilbrigðu vistkerfi hafsins þar sem þeir binda kolefni. Langflestar hvalategundir í heiminum eru í útrýmingarhættu og hlýnun jarðar af mannavöldum er ógn við tilvist þeirra. Í gegnum aldirnar hafa hvalir verið ofveiddir og Íslendingar hafa tekið drjúgan þátt í þeirri rányrkju. Það var ekki að ástæðulausu sem hvalveiðar voru bannaðar árið 1986 - en af óskiljanlegum ástæðum þráuðust Íslendingar, Norðmenn og Japanir við veiðar, í trássi við alþjóða samþykktir sem lönd um allan heim samþykktu. Þessi veiðar voru því á skjön við það samflot sem við Íslendingar höfum ávallt reynt að hafa að leiðarljósi í ýmsum mikilvægum málum, eins og mannréttindamálum, dýravelferð, mengunarmálum og tóbaksvörnum. Af hverju á annað að gilda um hvalveiðar? Veiðarnar geta varla talist sjálfbærar og dýrin drepin með kvalafullum aðferðum sem engan veginn standast skoðun í dag. Efnahagleg þýðing hvalveiða er algjörlega hverfandi fyrir Íslendinga. Á hinn bóginn er hvalaskoðun hratt vaxandi atvinnugrein, veitir fjölda starfa (ekki síst úti á landi), og veltir milljörðum. Augljóslega fara hvalveiðar illa saman við þjóðhagslega mikilvæga starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja Áhugi á hvalaafurðum er hverfandi og Japanir eina landið sem hefur keypt þær, með semingi reyndar. Þannig virðist þurfa styrki til að liðka fyrir sölunni og Hvalur hf. þurft að setja á fót eigið innflutningsfyrirtæki í Japan. Áhugi Japana á hvalkjöti fer ört dvínandi, ekki síst vegna andstöðu yngra fólks við hvalveiðar. Ljóst er að hluti afurðanna fer í japanskt dýrafóður og lýsi sem hægt er að afla með öðrum hætti. Íslensku hvalveiðibátarnir eru löngu úreltir og mengunarvaldar sem trauðla uppfylla nútíma öryggiskröfur. Sama á við Hvalstöðina í Hvalfirði sem varla stenst nútíma kröfur um hreinlæti við matvælaframleiðslu. Skammt frá heimili mínu í Ketildölum við Arnarfjörð halda hnúfubakar til stóran hluta ársins. Þetta er þriðju stærstu skepnur jarðar og gleðja augu allra sem þá berja augum. Á síðustu öld var gengið mjög nærri hnúfubakastofninum, ekki síst hér við land, en með friðun þeirra 1955 á heimsvísu hefur stofninn náð sér aftur á strik, Vestfirðingum og öllu mannkyni reyndar til mikillar gleði. TG Ég er yfirleitt stoltur af því að vera Íslendingur en þegar kemur að hvalveiðum hér við land skammast ég mín. Það var vissulega högg fyrir 120 starfsmenn Hvals hf. þegar hvalveiðar voru stöðvaðar tímabundið með nær engum fyrir fyrirvara fyrr í sumar. Starfsmennirnir hafa þó nær allir haldið launum sínum, í störfum sem í langflestum tilvikum eru tímabundin, eða fengið aðra vinnu. Tekjutapið er því óverulegt. Ekki má heldur gleymast að Hvalur hf. hefur áður blásið af hvalavertíð með næstum engum fyrirvara. Það yrði saga til næsta bæjar ef hvalveiðar næðu að verða orsök stjórnarslita, jafnvel þótt ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun veiða hafi verið umdeild. Til grundvallar ákvörðuninni lágu sterk rök um dýravelferð, sem rakin voru í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem barst ráðherra í vor og niðurstöðu fagráðs um velferð dýra sem barst í júní, stuttu áður en veiðar áttu að hefjast. Ráðherra gat því ekki annað en brugðist við, en þess má geta að Hvalur hf. vissi af þessu ferli öllu og hafði áður fengið að bregðast við niðurstöðum skýrslunnar. Stöðvunin átti því ekki að koma fyrirtækinu á óvart. Þrátt fyrir upphrópanir sumra þingmanna undanfarna daga og hótanir um vantrausttillögu, vona ég að ráðherra standi í lappirnar og beygi ekki af leið vegna þrýstings. Enda mikilvægt að hafa í huga að meirihluti þjóðarinnar styður ákvörðun hennar. Vafasamar hvalveiðar okkar Íslendinga snúast nefnilega í grunninn ekki um tekjur og störf, heldur miklu frekar um dýravelferð og verndun lífríkis hafsins. Veiðarnar eru bæði ósjálfbærar og tilgangslausar og stríða gegn heilbrigðri skynsemi – sem eru nægileg rök til þess að hætta þeim fyrir fullt og allt. Höfundur er læknir, prófessor og náttúruverndarsinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun