„Fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2023 10:31 Lífið breyttist sannarlega þegar Jón fékk heyrnartæki. Visir/ívar Grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur glímt við skerta heyrn um árabil. Hann segir að það sé tími til kominn að ræða opinskátt um heyrnarskerðingu og það eigi ekki að vera feimnismál að nota heyrnartæki til að heyra frekar en sjónskertir noti gleraugu til að sjá betur. Jón segir að hans heyrnarskerðing hafi byrjað upp úr þrítugu og að árið 2010, þegar hann var kominn á fimmtugsaldur hafi hann fyrst látið mæla heyrnina. „Þá er ég borgarstjóri Reykjavíkur og er oft í aðstæðum þar sem ég þarf að heyra hvað fólk hefur að segja. Ég þarf að hlusta og ég finn að ég á stundum í erfiðleikum með það. Sérstaklega í ákveðnum tegundum af aðstæðum. Til dæmis í opnum rýmum þar sem er mikið bergmál og þegar fólk er í sal þá á ég bara oft erfitt að heyra hvað fólk hefur að segja. Þá fer ég í heyrnarmælingu og það var svona óformlega heyrnarmæling. Þá kemur út að ég er með mjög skerta heyrn á vinstra eyra. Ég tímdi í raun bara að kaupa eitt heyrnartæki þar sem þetta var svo dýrt. Ég var þarna með eitt heyrnartæki sem reddaði mér í ákveðnum aðstæðum, aðstæður sem voru vanalega ómögulegar,“ segir Jón sem rifjar síðan upp atvik sem átti sér stað á ráðstefnu í Vínarborg árið 2015. Greip nokkur stikkorð „Ég sat við pallborð með fimm öðrum einstaklingum í svona gömlum sal sem bergmálaða alveg svakalega í. Ég sat þarna í salnum og ég heyrði ekki neitt í neinum. Ég greip nokkur stikkorð og gat feikað mig í gegnum þetta og kinkaði stundum kolli. Ég fékk þrjár spurningar úr sal og ég heyrði enga þeirra en ég náði að redda mér út úr þessu, að minnsta kosti var klappað fyrir mér,“ segir Jón sem fór strax í kjölfarið í alvöru heyrnarmælingu þegar heim var komið. Hann segir að upplifunin að fá heyrnartæki á báðum eyrum hafi verið svipuð því og að fá gleraugu í fyrsta sinn. „Ég gleymi aldrei þegar ég var ellefu ára og setti í fyrsta sinn upp gleraugu. Ég fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta. Þetta bara gjörbreytti lífi mínu. Þetta ljós sem ég sá alltaf í loftinu voru ljósastaurar, ég hafði bara skynjað þetta en vissi ekkert hvað þetta var. Með heyrnartækinu þá breyttust samskiptin mín við fólk. Og ég áttaði mig á því að ég var ómeðvitað búinn að draga mig úr aðstæðum þar sem samskipti voru mikil, eins og að fara út að borða með fólki.“ Eins og hann lýsir þá jukust lífsgæði hans til muna eftir að hann fékk heyrnartæki og upplifun af hinum ýmsu hlutum breyttust. „Eins og eitt sem ég hef haft mjög gaman af er að fara í sund og í heita pottinn. Mér finnst það gaman og það er hluti af þeim kúltúr sem ég lifi við að vera á Íslandi en ég hef verið að koma mér frá því. Ég hef ekki getað farið með heyrnartæki og í þessum pottum er svona sullhljóð, gjarnan börn að tala og fólk er að reyna tala við mig og ég heyri ekki neitt. Maður fer í raun að verða rosalega góður að lesa varir en núna með nýrri tegund af heyrnartækjum sem hafa vatnsvörn þá get ég aftur farið að gera þetta,“ segir Jón. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Jón Gnarr veit hvernig á að redda ruslinu Fullar ruslatunnur angra ekki Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra. Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sýnir hvernig hann tekst á við vandamálið. 19. ágúst 2023 18:59 Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14. mars 2023 11:26 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Jón segir að hans heyrnarskerðing hafi byrjað upp úr þrítugu og að árið 2010, þegar hann var kominn á fimmtugsaldur hafi hann fyrst látið mæla heyrnina. „Þá er ég borgarstjóri Reykjavíkur og er oft í aðstæðum þar sem ég þarf að heyra hvað fólk hefur að segja. Ég þarf að hlusta og ég finn að ég á stundum í erfiðleikum með það. Sérstaklega í ákveðnum tegundum af aðstæðum. Til dæmis í opnum rýmum þar sem er mikið bergmál og þegar fólk er í sal þá á ég bara oft erfitt að heyra hvað fólk hefur að segja. Þá fer ég í heyrnarmælingu og það var svona óformlega heyrnarmæling. Þá kemur út að ég er með mjög skerta heyrn á vinstra eyra. Ég tímdi í raun bara að kaupa eitt heyrnartæki þar sem þetta var svo dýrt. Ég var þarna með eitt heyrnartæki sem reddaði mér í ákveðnum aðstæðum, aðstæður sem voru vanalega ómögulegar,“ segir Jón sem rifjar síðan upp atvik sem átti sér stað á ráðstefnu í Vínarborg árið 2015. Greip nokkur stikkorð „Ég sat við pallborð með fimm öðrum einstaklingum í svona gömlum sal sem bergmálaða alveg svakalega í. Ég sat þarna í salnum og ég heyrði ekki neitt í neinum. Ég greip nokkur stikkorð og gat feikað mig í gegnum þetta og kinkaði stundum kolli. Ég fékk þrjár spurningar úr sal og ég heyrði enga þeirra en ég náði að redda mér út úr þessu, að minnsta kosti var klappað fyrir mér,“ segir Jón sem fór strax í kjölfarið í alvöru heyrnarmælingu þegar heim var komið. Hann segir að upplifunin að fá heyrnartæki á báðum eyrum hafi verið svipuð því og að fá gleraugu í fyrsta sinn. „Ég gleymi aldrei þegar ég var ellefu ára og setti í fyrsta sinn upp gleraugu. Ég fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta. Þetta bara gjörbreytti lífi mínu. Þetta ljós sem ég sá alltaf í loftinu voru ljósastaurar, ég hafði bara skynjað þetta en vissi ekkert hvað þetta var. Með heyrnartækinu þá breyttust samskiptin mín við fólk. Og ég áttaði mig á því að ég var ómeðvitað búinn að draga mig úr aðstæðum þar sem samskipti voru mikil, eins og að fara út að borða með fólki.“ Eins og hann lýsir þá jukust lífsgæði hans til muna eftir að hann fékk heyrnartæki og upplifun af hinum ýmsu hlutum breyttust. „Eins og eitt sem ég hef haft mjög gaman af er að fara í sund og í heita pottinn. Mér finnst það gaman og það er hluti af þeim kúltúr sem ég lifi við að vera á Íslandi en ég hef verið að koma mér frá því. Ég hef ekki getað farið með heyrnartæki og í þessum pottum er svona sullhljóð, gjarnan börn að tala og fólk er að reyna tala við mig og ég heyri ekki neitt. Maður fer í raun að verða rosalega góður að lesa varir en núna með nýrri tegund af heyrnartækjum sem hafa vatnsvörn þá get ég aftur farið að gera þetta,“ segir Jón.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Jón Gnarr veit hvernig á að redda ruslinu Fullar ruslatunnur angra ekki Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra. Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sýnir hvernig hann tekst á við vandamálið. 19. ágúst 2023 18:59 Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14. mars 2023 11:26 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Jón Gnarr veit hvernig á að redda ruslinu Fullar ruslatunnur angra ekki Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra. Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sýnir hvernig hann tekst á við vandamálið. 19. ágúst 2023 18:59
Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14. mars 2023 11:26
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp