Innlent

Bein útsending: Starfshópar Svandísar kynna sjálfbærni í sjávarútvegi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Starfshópar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra munu kynna niðurstöður sínar í dag.
Starfshópar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra munu kynna niðurstöður sínar í dag. Vísir/Vilhelm

Starfshópar verkefnisins Auðlindin okkar munu kynna niðurstöður sínar er varða sjálfbærni í sjávarútvegi. Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.

Auðlindin okkar er verkefni sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti af stað í maí 2022 með þátttöku fjölmargra sérfræðinga. „Markmið verkefnisins er hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag og byggir á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar: umhverfi, efnahag og samfélagi,“ segir í tilkynningu um málið.

Fram kemur að eftir að skýrslan hefur farið í samráðsgátt stjórnvalda verður unnið nýtt frumvarp til nýrra heildarlaga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar. Kynning skýrslunnar og þeirra 30 tillagna sem þar eru fram settar marka því ekki endalok vinnunnar, að sögn ráðuneytisins, heldur upphaf að frekari umræðu og vinnu um málefnið.

Samhliða vinnu við verkefnið voru unnin drög að stefnu um sjávarútveg sem meðal annars byggja á matvælastefnu til ársins 2040. Sú stefna inniheldur framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040, gildi sjávarútvegs og áherslur. Stefnan er ætluð til að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku um sjávarútveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×