Hovland endaði tímabilið með sigri í FedEx-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 08:00 Viktor Hovland tryggði sér sigur á Tour Championship og um leið í FedEx-bikarnum í gær. Jason Allen/ISI Photos/Getty Images Norðmaðurinn Viktor Hovland tryggði sér sigur í FedEx-bikarnum í golfi með sigri á lokamóti tímabilsins á PGA-mótaröðinni, Tour Championship, í gær. Hovland hafði sex högga forystu fyrir lokadaginn, en Xander Schauffele lék sinn lokahring á 62 höggum og var því búinn að minnka muninn niður í tvö högg þegar Norðmaðurinn átti enn sex holu eftir. Hovland hélt þó ró sinni, náði þrem fuglum á síðustu sex holunum og tryggði sér sigur með fimm högga forystu og um leið sigur í FedEx-bikarnum. Sigurinn skilaði Hovland 18 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta var sjötti sigur Noðrmannsins á PGA-móti á ferlinum og sá annar á aðeins tveimur vikur eftir að hann vann tveggja högga sigur á BMW Championship fyrir rúmri viku. The #FedExCup Champion by the numbers. 👏 pic.twitter.com/Xo60Sfj7ef— TOUR Championship (@TOURChamp) August 28, 2023 Hovland endaði á samtals 27 höggum undir pari, fimm höggum á undan Xander Schauffele sem hafnaði annar. Wyndham Clark hafnaði þriðji á 16 höggum undir pari og Rory McIlroy fjórði á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hovland hafði sex högga forystu fyrir lokadaginn, en Xander Schauffele lék sinn lokahring á 62 höggum og var því búinn að minnka muninn niður í tvö högg þegar Norðmaðurinn átti enn sex holu eftir. Hovland hélt þó ró sinni, náði þrem fuglum á síðustu sex holunum og tryggði sér sigur með fimm högga forystu og um leið sigur í FedEx-bikarnum. Sigurinn skilaði Hovland 18 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta var sjötti sigur Noðrmannsins á PGA-móti á ferlinum og sá annar á aðeins tveimur vikur eftir að hann vann tveggja högga sigur á BMW Championship fyrir rúmri viku. The #FedExCup Champion by the numbers. 👏 pic.twitter.com/Xo60Sfj7ef— TOUR Championship (@TOURChamp) August 28, 2023 Hovland endaði á samtals 27 höggum undir pari, fimm höggum á undan Xander Schauffele sem hafnaði annar. Wyndham Clark hafnaði þriðji á 16 höggum undir pari og Rory McIlroy fjórði á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira