„Þessi snerting og fá þrjá leiki í bann, guð minn góður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:16 Klopp fagnar hér eftir sigurinn í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður með sigur Liverpool gegn Newcastle í dag. Leikmenn Liverpool voru einum færri megnið af leiknum en komu til baka undir lokin og tryggðu sér stigin þrjú. Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira