Erlent

Á­rásar­maðurinn í Kristjaníu á­tján ára

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Kristjaníu í gærkvöldi.
Frá vettvangi í Kristjaníu í gærkvöldi. EMIL HELMS /EPA

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir jafnframt að viðbúnaður lögreglu í Kristjanu og víðar hafi verið aukinn vegna málsins.

Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í gærkvöldi Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug.

Í tilkynningu segir að umfangsmikil rannsókn sé hafin og lögregla leiti logandi ljósi að vitorðsmanni árásarmannsins unga.

Rannsókn og yfirheyrslur bendi til þess að mennirnir tveir hafi hafið skothríð fyrir utan Grænlendingahúsið svokallaða og haldið henni áfram eftir að þeir fóru þangað inn.

„Kærulaus og hispurslaus framkoma gerenda, þar sem þeir drepa ekki aðeins þrítugan mann, heldur skjóta einnig utandyra, þar sem aðrir hafa særst, er algjörlega óviðunandi,“ er haft eftir Poul Kjeldsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×