Enski boltinn

Chelsea stað­festir kaup á mark­verði

Smári Jökull Jónsson skrifar
Djordje Petrovic í búningi New England Revolutions.
Djordje Petrovic í búningi New England Revolutions. Vísir/Getty

Markvörðurinn Djordje Petrovic er genginn til liðs við Chelsea frá New England Revolution. Chelsea greiðir bandaríska liðinu 14 milljónir punda fyrir Serbann.

Félagaskipti Petrovic hafa legið í loftinu síðustu daga en hann er annar markvörðurinn sem Chelsea kaupir í sumar en liðið fékk einnig Robert Sanchez til liðs við sig frá Brighton. Þeir munu nú berjast um sæti í liðinu en bæði Kepa Arrizabalaga og Edouard Mendy yfirgáfu Chelsea í sumar.

Petrovic á tvo landsleiki að baki fyrir Serbíu en hann hefur leikið með New England Revolutions síðan í fyrra og leikið 43 leiki fyrir félagið.

Samningur Chelsea og Petrovic er til sjö ára en talsvert hefur verið rætt um lengd þeirra samninga sem Chelsea hefur gert við nýja leikmenn síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×