Sakar Jenni Hermoso um lygar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. ágúst 2023 11:22 Þetta er ein af fjórum myndum sem spænska knattspyrnusambandið sendi fjölmiðlum í morgun til að sýna fram á að Jenni Hermoso fari með rangt mál. Það hefur hótað henni og fleiri knattspyrnukonum lögsókn neiti þær að spila með spænska landsliðinu RFEF Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. „Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum. Spánn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
„Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum.
Spánn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira