Grindavík skoraði sjö og felldi Ægi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 22:46 Njarðvík og Grindavík unnu örugga sigra í kvöld. Njarðvík Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna. Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar. Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2. Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin. Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun. Markvörður Þróttar meiðist í upphitun og varamarkvörðurinn meiðist eftir 7 mínútur og er borinn af velli. Markvörður 2. flokks kallaður til, nýmættur á Nesið og beint í markið #fotboltinet— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 25, 2023 Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar. ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu. Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum. Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram. Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar. Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2. Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin. Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun. Markvörður Þróttar meiðist í upphitun og varamarkvörðurinn meiðist eftir 7 mínútur og er borinn af velli. Markvörður 2. flokks kallaður til, nýmættur á Nesið og beint í markið #fotboltinet— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 25, 2023 Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar. ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu. Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum. Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram. Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira