Bannað að tala um peninga Lísbet Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 08:30 Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun