Ekki borga óþarflega mikið fyrir húsnæðislánið þitt! Jóhannes Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 17:00 Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar