Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 13:59 Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar Bifrastar. Vísir/Baldur Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina. Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar. Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar.
Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira