„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 07:01 Logi Tómasson er spenntur fyrir komandi tímum hjá Strömsgodset. Strömsgodset Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira