Lífið

Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reynir hefur fjárfest í gamla bænum sínum og segir það vera hans samfélagslega ábyrgð.
Reynir hefur fjárfest í gamla bænum sínum og segir það vera hans samfélagslega ábyrgð.

Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu.

Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði gamla bæinn með forsvarsmanni endurbyggingarinnar og var sýnt frá þeirri heimsókn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hótel Blóndós er búið að taka algjörlega í gegn og orðið að fallegum gististað en nýja hótelið opnaði formlega 15.maí síðastliðinn.

„Ég lærði lögfræði en síðan var ég í viðskiptum í 25 ár sem gekk það vel að ég get leyft mér að fara í svona verkefni. En fyrst og fremst er ég bara Reynir frá Blönduósi sem hef gaman af því að gera eitthvað og hef þörf fyrir að gera eitthvað. Ég hef aldrei viljað láta kalla mig athafnarmann eða fjárfestir, ég er það bara ekki,“ segir Blónduósingurinn Reynir Grétarsson en endurbætta hótelið er með 19 herbergjum. 

Sjálfur hefur Reynir sett milli þrjú og fjögur hundruð milljónir í verkefnið og telur hann að mögulega sé þetta ekkert besta fjárfestingin en honum þykir mikilvægt að gefa til baka til samfélagsins.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×