Dramatíkin í kringum Íslendingaliðið verður að heimildaþáttaröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 16:01 Sigvaldi Guðjónsson er lykilmaður hjá Kolstad og íslenska landsliðinu. Getty/Kolektiff Images Norska handboltafélagið Kolstad hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika síðasta árið og vandræðin voru vissulega efni í góða heimildarmynd. Nú er komið í ljós að það hefur verið fylgst með liðinu á bak við tjöldin frá haustinu 2021. Myndatökulið hefur elt liðið í tvö ár og eftir ár munu sjónvarpsáhorfendur sjá afraksturinn í heimildaþáttaröð. NRK segir frá. Tveir íslenskir landsliðsmenn urðu norskir meistarar með Kolstad í vor en það eru hornamaðurinn Sigvaldi Guðjónsson og leikstjórnandinn Janus Daði Smárason. View this post on Instagram A post shared by Kolstad Håndball (@kolstadhandball) Janus Daði ákvað að hætta hjá félaginu þegar fjárhagsvandræðin urðu að fjölmiðlafári í sumar og gekk til liðs við þýska félagið SC Magdeburg. Félagið þurfti að skera niður laun leikmanna og herða að rekstrinum. Peningavandræðin þýddu vissulega að Kolstad missti öfluga leikmenn eins og Janus Daða en það voru líka aðrir sem tóku á sig skellinn og vildu halda áfram. Sigvaldi er í þeim hópi en líka norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Göran Johannessen sem komu til liðs við félagið í sumar eftir að hafa gert garðinn frægan í þýsku deildinni. Sagosen er besti handboltamaður Norðmanna fyrr og síðar og hann var tilbúinn að takast á við krefjandi fjárhagsstöðu félagsins. „Þessi heimildaþáttaröð mun koma víða við og snerta marga, bæði hér í Noregi sem og erlendis. Við erum stoltir af því að við fáum að framleiða þessa þætti með TV 2,“ sagði Lasse Berre,framkvæmdastjóri Berre sem gerir þættina. „Það hefur mikið gerst í kringum Kolstad á síðustu mánuðum og nú erum við spenntir fyrir því að sýna hvað gerðist á bak við tjöldin í félaginu á þessum umrótatímum,“ sagði Trygve Rønningen hjá TV 2. TV2 stefnir á það að sýna þættina næsta haust. View this post on Instagram A post shared by Norges Ha ndballforbund (@norgeshandballforbund) Norski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Myndatökulið hefur elt liðið í tvö ár og eftir ár munu sjónvarpsáhorfendur sjá afraksturinn í heimildaþáttaröð. NRK segir frá. Tveir íslenskir landsliðsmenn urðu norskir meistarar með Kolstad í vor en það eru hornamaðurinn Sigvaldi Guðjónsson og leikstjórnandinn Janus Daði Smárason. View this post on Instagram A post shared by Kolstad Håndball (@kolstadhandball) Janus Daði ákvað að hætta hjá félaginu þegar fjárhagsvandræðin urðu að fjölmiðlafári í sumar og gekk til liðs við þýska félagið SC Magdeburg. Félagið þurfti að skera niður laun leikmanna og herða að rekstrinum. Peningavandræðin þýddu vissulega að Kolstad missti öfluga leikmenn eins og Janus Daða en það voru líka aðrir sem tóku á sig skellinn og vildu halda áfram. Sigvaldi er í þeim hópi en líka norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Göran Johannessen sem komu til liðs við félagið í sumar eftir að hafa gert garðinn frægan í þýsku deildinni. Sagosen er besti handboltamaður Norðmanna fyrr og síðar og hann var tilbúinn að takast á við krefjandi fjárhagsstöðu félagsins. „Þessi heimildaþáttaröð mun koma víða við og snerta marga, bæði hér í Noregi sem og erlendis. Við erum stoltir af því að við fáum að framleiða þessa þætti með TV 2,“ sagði Lasse Berre,framkvæmdastjóri Berre sem gerir þættina. „Það hefur mikið gerst í kringum Kolstad á síðustu mánuðum og nú erum við spenntir fyrir því að sýna hvað gerðist á bak við tjöldin í félaginu á þessum umrótatímum,“ sagði Trygve Rønningen hjá TV 2. TV2 stefnir á það að sýna þættina næsta haust. View this post on Instagram A post shared by Norges Ha ndballforbund (@norgeshandballforbund)
Norski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira