Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 23:09 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Umræddur starfsmaður, sem sá meðal annars um upptökur öryggismyndavéla í Mar-a-Lago, samkvæmt frétt Politico, var áður með lögmann sem fékk greitt frá pólitískri aðgerðanefnd aðgerðasjóði Trumps, svokölluðum PAC. Þetta kemur fram í nýjum dómsskjölum frá teymi Jack Smith, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem hefur ákært Trump fyrir viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og vegna opinberra og leynilegra skjala sem Trump tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Þetta tiltekna mál snýr að leynilegu gögnunum. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Starfsmaðurinn, sem heitir Yuscil Taveras, hafði áður haldið því fram að hann hafi ekki vitað til þess að einhver hafi reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í Mar-a-Lago. Þegar hann komst að því að hann væri til rannsóknar og væri grunaður um að hafa sagt ósatt skipti hann um lögmann og í júlí breytti hann framburði sínum og veitti upplýsingar sem gáfu til kynn að Trump og aðstoðarmenn hans, sem heita Waltine Nauta og Carlos De Oliveira, hefðu reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að eiga við sönnunargögn. Fjórar ákærur á nokkrum mánuðum Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith hefur ákært hann í tveimur málum, eins og áður hefur komið fram, en hann hefur einnig verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir svik í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, Stormy Daniels 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron Trump. Þá hefur Trump einnig verið ákærður af saksóknurum í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar. Trump berst nú við aðra Repúblikana um tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í nóvember á næsta ári. Kannanir gefa til kynna að hann sé í góðri stöðu til að bera sigur úr býtum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42 Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. 17. ágúst 2023 21:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Umræddur starfsmaður, sem sá meðal annars um upptökur öryggismyndavéla í Mar-a-Lago, samkvæmt frétt Politico, var áður með lögmann sem fékk greitt frá pólitískri aðgerðanefnd aðgerðasjóði Trumps, svokölluðum PAC. Þetta kemur fram í nýjum dómsskjölum frá teymi Jack Smith, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem hefur ákært Trump fyrir viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og vegna opinberra og leynilegra skjala sem Trump tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Þetta tiltekna mál snýr að leynilegu gögnunum. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Starfsmaðurinn, sem heitir Yuscil Taveras, hafði áður haldið því fram að hann hafi ekki vitað til þess að einhver hafi reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í Mar-a-Lago. Þegar hann komst að því að hann væri til rannsóknar og væri grunaður um að hafa sagt ósatt skipti hann um lögmann og í júlí breytti hann framburði sínum og veitti upplýsingar sem gáfu til kynn að Trump og aðstoðarmenn hans, sem heita Waltine Nauta og Carlos De Oliveira, hefðu reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að eiga við sönnunargögn. Fjórar ákærur á nokkrum mánuðum Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith hefur ákært hann í tveimur málum, eins og áður hefur komið fram, en hann hefur einnig verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir svik í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, Stormy Daniels 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron Trump. Þá hefur Trump einnig verið ákærður af saksóknurum í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar. Trump berst nú við aðra Repúblikana um tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í nóvember á næsta ári. Kannanir gefa til kynna að hann sé í góðri stöðu til að bera sigur úr býtum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42 Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. 17. ágúst 2023 21:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38
Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31
Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42
Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. 17. ágúst 2023 21:18