Yfirlýsing Greenwood: „Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 14:25 Mason Greenwood yfirgefur Manchester United Getty/Marc Atkins Mason Greenwood mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu í dag og nú hefur Greenwood sjálfur gefið út yfirlýsingu. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira