„Gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 12:31 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sitt lið gera tilkall til þess að vera metið sem eitt af bestu liðum Íslandssögunnar. Víkingar eru búnir að stinga af á toppi Bestu deildarinnar og settu í gær nýtt stigamet í efstu deild karla. „Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira