Fótbolti

Hunsaði for­seta FIFA á verð­launa­af­hendingunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucy Bronze lét Gianni Infantino hanga eins og krakkarnir myndu segja.
Lucy Bronze lét Gianni Infantino hanga eins og krakkarnir myndu segja.

Ein skærasta stjarna enska kvennalandsliðsins í fótbolta hafði engan áhuga á að taka í spaðann á forseta FIFA þegar hún tók við silfurverðlaunum eftir úrslitaleik HM í gær.

Lucy Bronze og stöllur hennar í enska landsliðinu töpuðu fyrir Spáni, 1-0, í úrslitaleik HM í Sydney í Ástralíu í gær.

Gianni Infantino, forseti FIFA, afhenti leikmönnum medalíur eftir úrslitaleikinn og tók í höndina á þeim. Bronze hafði hins vegar engan áhuga á því að heilsa Infantino og hunsaði hann einfaldlega.

Þessi uppákoma hefur verið sett í samhengi við ummæli Infantinos um að konur ættu að velja sér réttu tækifærin til að berjast fyrir jafnrétti í fótbolta.

„Það sem ég segi við allar konur - og ég á fjórar dætur þannig ég er með nokkrar heima - að þið hafið valdið til að fá í gegn breytingar. Veljið réttar orrustur. Þið hafið valdið til að sannfæra okkur karlana um hvað það er sem við þurfum að gera og hvað við þurfum ekki að gera,“ sagði Infantino fyrir úrslitaleikinn. Ummæli forsetans mæltust misvel fyrir og mörgum þóttu þau heldur taktlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×