Ekki til betri tilfinning Kári Mímisson skrifar 20. ágúst 2023 20:25 Aron Jóhannsson, fyrir miðju, skoraði sigurmark dagsins. Vísir/Anton Brink Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Það lá svolítið á okkur þarna rétt áður en markið kom. Við vorum orðnir smá þreyttir fannst mér enda búnir að leggja mjög mikið í þennan leik. Mér fannst við geta verið með meiri forystu áður en þeir jafna en eins og ég segi þá vorum við orðnir ansi þreyttir. KA er með mjög gott lið og herjuðu vel á okkur en við náðum sigurmarkinu sem er mjög sætt.“ En hvernig lýsir Aron þessu dramatíska sigurmarki sínu á lokamínútu leiksins? „Við vinnum boltann og sækjum hratt eins og við gerðum svo oft vel í þessum leik. Tryggva tekst svo að þræða mig í gegn og ég var nú svo búinn á því að ég sá ekki einu sinni samherjana þarna hliðin á mér svo ég ákvað að skjóta sjálfur og sem betur fer fór boltinn í netið. Það er ekki til betri tilfinning en að sjá boltann í markinu á lokamínútunni.“ Uppbótatíminn var ansi þungur fyrir þreytta Framara sem vörðust þó mjög vel norðanmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Aron er sáttur með að liðið hafi náð að halda þetta út en segir að liðið hafi mögulega gert þetta full spennandi. „Það var svona eins og það gengur og gerist í þessu. Þegar lið komast yfir svona seint í leiknum þá er verið að reyna að hengja langa bolta upp og við vorum mögulega ekki að verjast því alveg nógu vel, vorum að gefa þeim aukaspyrnur sem voru að skapa full mikla spennu skulum við segja en við náðum að halda þetta út.“ Fram mætir Keflavík í sannkölluðum sex stiga leik í næstu umferð. Keflavík situr á botninum og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga einhverja von á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Aron segir að liðið þurfum að halda áfram að byggja á því sem það gerði í dag og því sem það hefur verið að gera í undanförnum leikjum. „Nú höldum við bara áfram að gera það sem við gerðum í dag og það sem við höfum verið að gera í síðastliðnum tveimur leikjum og ná að gera það í lengri tíma í leikjunum. Við gerðum það í dag í lengri tíma en í leikjunum á undan og sköpum sigurinn fyrir vikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira