Mínimalískur lífstíll íslenskrar fjölskyldu vekur athygli erlendis Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 08:00 Dagbjört segir mínimalískan lífstíl haft ótrúlega jákvæðar breytingar í för með sér en fjölskyldan einblínir í dag á að safna minningum í stað þess að kaupa endalaust nýja hluti. Samsett Dagbjört Jónsdóttir byrjaði að taka upp mínimalískan lífsstíl fyrir tíu árum eftir að henni ofbauð hversu mörgum hlutum hún og fjölskylda hennar höfðu sankað að sér í gegnum tíðina. Síðan þá hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu og í dag á hver fjölskyldumeðlimur til að mynda einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði. Dagbjört segir breytinguna hafa haft ótrúlega jákvæðar breytingar í för með sér en fjölskyldan einblínir í dag á að safna minningum í stað þess að kaupa nýja hluti. Fyrir tæpum tveimur árum byrjaði Dagbjört að deila myndefni á Tiktok þar sem hún segir frá reynslu sinni af mínimalískum lífstíl og daglegu lífi fjölskyldunnar. Fylgjendahópurinn hefur sprungið út og vakti það athygli breska miðilsins Daily Mail sem á dögunum birti viðtal við Dagbjörtu. Fleiri breskir miðlar höfðu síðan samband í kjölfarið. @happiness_lifestyle Fékk nóg af öllu draslinu Óhætt er að segja að hinn mínimalíski lífsstíll hafi breiðst hratt út um hinn vestræna heim á síðustu árum en í stuttu máli snýst sá lífstíll um að fjarlægja allan óþarfa úr lífinu- og eiga einungis það sem maður nýtur þess að eiga eða þarf á að halda. Markmiðið er að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli og veitir hamingju. Hugmyndafræði mínimalíska lífstílsins er þannig andsvar við þeirri miklu efnis- og neysluhyggju sem hefur verið ríkjandi í þjóðfélaginu síðustu ár. Dagbjört og eiginmaður hennar, Þorsteinn Guðnason, eru búsett í Óðinsvéum í Danmörku en saman eiga þau þrjú börn, þau Vöku, Vopna og Von. Í samtali við Vísi segist Dagbjört hafa byrjað að taka upp mínimalískan lífstíl fyrir tíu árum. „Þetta byrjaði í raun þannig að ég var komin með nóg af öllum þessum hlutum sem ég var búin að safna í kringum mig í gegnum árin. Ég sá ekki þörfina fyrir alla þessa hluti. Ég byrjaði á því að taka til hliðar þá hluti sem voru heima hjá mér sem ég vissi að ég hafði í raun ekki not fyrir. Ég setti hlutina í kassa og geymdi. Ef hlutirnir voru búnir að liggja ósnertir í kassanum í ár þá losaði ég mig við þá. Þannig hófst þetta, og svo fór þetta að vinda upp á sig.“ Dagbjört segir að eftir því sem lengra leið á ferlið þá hafi hún farið að velta því æ meira fyrir sér hvers vegna það sé svo erfitt fyrir fólk að losa sig við hina og þessa hluti „Af hverju erum við láta hina og þessa hluti stjórna líðan okkar? Af hverju erum við að leyfa óreiðunni að hafa áhrif á hugann og vellíðan?“ Tekur myndir af teikningum barnanna Fyrir fjórum árum fluttist fjölskyldan búferlum til Danmerkur þar sem Dagbjört fór í meistaranám í markaðfræði með áherslu á stafrænar lausnir og sjálfbærni. „Þá byrjaði ég að pæla meira í því hvernig það væri hægt að nýta hluti og gefa hluti sem hægt er að nota áfram.“ Í kjölfarið hannaði Dagbjört ákveðið plan til eins árs, þar sem heimilinu er skipt upp í tólf hluta. Einn hluti getur til dæmis verið stofan, baðherbergið eða eldhúsið. Hver hluti fær síðan einn mánuð, og skiptir Dagbjört mánuðinum í fjórar vikur. Í hverri viku fjarlægir hún síðan minnst tvo hluti úr herberginu. Þannig er hún búin að losa sig við minnst 96 hluti í lok ársins, og svo hefst ferlið á ný. Dagbjört segir að eiginmann sinn og börn hafa tekið þátt í ferlinu af fullum krafti. „Ég hef auðvitað aldrei neytt þau til að gera neitt, þau eru í þessu heilshugar. Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að losa sig við hluti, gefa þá fram eða selja.“ Hér má sjá barnaherbergið.Aðsend Eftir að Dagbjört tók upp á þessu kerfi hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu. Þar á meðal eru lampar, diskar, glös, bollar, föt, handklæði og ótalmargt fleira. Í dag á hver fjölskyldumeðlimur einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði. Að sögn Dagbjartar eiga þau heldur ekki mikið af fötum, einungis nóg til að geta átt eitthvað til skiptanna. Eitt af því sem Dagbjört gerði til að minnka pappírsflóðið á heimilinu var að sleppa því að geyma teikningar barnanna. Í stað þess tekur hún ljósmyndir af teikningunum og geymir í tölvunni. Það sama gildir um gamla muni, sem koma frá öfum, ömmum og foreldrum. Ófáir kannast við það að eiga hluti á heimilinu sem hafa tilfinningalegt gildi. Fjölskyldan hefur minnkað verulega við sig, þar á meðal af fötum.Aðsend „Ég er búin að sleppa tökunum á þessum hlutum, en ég held auðvitað í minningarnar sem fylgja þeim. Það var erfitt í byrjun, en eftir því sem tíminn leið og maður fór „all inn“ í þennan lífsstíl þá varð það auðveldara. „Maður fór þá líka að spyrja sig: af hverju er ég að halda svona fast í þennan hlut? Er það hluturinn sjálfur eða er það minningin sem tengist honum sem er að gefa mér þessa tilfinningu? Ef það kviknar í húsinu og allt brennur, er ég þá að fara að syrgja þennan hlut, eða er ég að syrgja minninguna sem tengist þessum hlut?“ Dagbjört tekur einnig fram að hún hendi engu, heldur gefi hún hlutina áfram. Þegar um er að ræða persónulega hluti þá athugar hún til dæmis hvort aðrir fjölskyldumeðlimir eða nákomnir hafi áhuga á að fá þá. Fá upplifanir í gjafir Aðspurð um hvort vandamál spretti upp, til dæmis þegar gestum er boðið í mat, segir Dagbjört að þau hafi einfaldlega fundið leiðir í kringum það. „Við erum þá yfirleitt með fingramat, og við notumst við pappírsdiska.“ Fjölskylda og vinir Dagbjartar og fjölskyldu hennar hafa að hennar sögn aðlagað sig að lífstíl þeirra. „Fólk er til dæmis alveg hætt að gefa okkur hluti í jóla- og afmælisgjafir, og gefa okkur upplifanir í staðinn.“ Lífstíll Dagbjartar, og fjölskyldunnar hefur einnig gert það að verkum að Dagbjört er mjög vandlát varðandi þá hluti sem fá að rata inn á heimilið. Fjölskyldan hefur losað sig við megnið af eldhúsdóti og heldur sig við það allra nauðsynlegasta.Aðsend „Ef ég sé notagildið í einhverju þá kaupi ég það, en annars ekki. En svo er það líka þannig að eftir því sem maður er kominn lengra í þessu öllu þá breytist hugarfarið. Þetta kemst upp í vana. Ef ég sé einhvern hlut núna þá hugsa ég vel og vandlega, í marga daga, hvort ég þurfi virkilega á honum að halda.“ Ótrúleg breyting „Ég vil miklu frekar skapa minningar með börnunum mínum, leyfa þeim að upplifa heiminn í kringum sig, í stað þess að fylla herbergin þeirra af dóti,“ segir Dagbjört. Aðspurð um þau áhrif sem mínimalískur lífstíll hefur haft á líf hennar og fjölskyldunnar svarar hún: „Ég finn að það er meiri ró yfir mér, og okkur. Það er eins og það sé minni óreiða í hausnum þegar það er minni óreiða á heimilinu. Það einfaldar lífið svo mikið að hafa ekki endalaust af drasli í kringum sig og þurfa endalaust að vera að taka til. "Ég finn það að andlega hliðin er allt önnur. Við fjölskyldum eyðum núna meiri tíma saman, og einblínum á að búa til minningar í kringum leik og upplifun, ekki í kringum hluti. Krakkarnir sækja núna meira í það að fara út og leika, fara á ströndina, heldur en að vera að leika sér inni með dót. Við höfum líka tekið eftir að núna, þegar krakkarnir eiga færri hluti, þá leika þau sér líka meira með þá hluti sem þau eiga.“ Hjónin Dagbjört og Þorsteinn eru samstíga í mínimalíska lífstílnum.Aðsend Góð og slæm viðbrögð Aðspurð um viðbrögð fólks, til að mynda á Tiktok, segir Dagbjört að heilt yfir séu þau afar góð. Margir eru forvitnir og Dagbjört fær reglulega fyrirspurnir frá fólki sem vill feta í hennar fótspor. En inn á milli heyrast þó gagnrýnisraddir. „Sumum finnst skrítið að ég sé ekki með teikningar eftir börnin mín upp á vegg, en þetta er bara okkar leið, okkar lífsstíl sem hentar okkur. Ég hef til dæmis fengið að heyra að ég eigi ekki að eiga börnin mín, og að ég hljóti að vera fátæk af því að ég eigi svona lítið af hlutum. Suma daga fer þetta aðeins meira fyrir brjóstið á manni en venjulega, en ég veit auðvitað sjálf hvað er satt í þessu og hvað ekki. Ég veit að með þessu er ég að veita börnunum mínum ást, hlýju og ég er að gefa þeim tíma, og hvað er hægt að ætlast meira til en það?“ Hér má sjá stofuna.Aðsend Best að byrja smátt „Ég held að í framtíðinni, sérstaklega þegar við hugsum um umhverfisþáttinn, þá eigum við sem samfélag eftir að færast nær þessum lífstíl og þessum hugsunarhætti,“ segir Dagbjört. Lífstílsbreyting Dagbjartar hefur ekki einungis leitt til vinsælda á Tiktok. Það leiddi einnig til þess að hún stofnaði fyrirtæki. Fyrirtækið heitir Minningartré og er lifandi tréminnisvarði þar sem ástvinir geta heiðrað hinn látna og gefið til baka til náttúrunnar. „Útfrá þessum lífstíl hugsaði ég: Hvernig get ég lagt mitt af mörkum til að stuðla að betri heimi og þá stuðla að sjálfbærni?“ Og lifnar þá við þessi fallega vara sem er orðin að veruleika og mun líta dagsins ljós á næstu vikum. Þetta er allt ert í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Við erum þrjár sem stöndum að konseptinu: ég sem markaðsfræðingur, Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur og Guðný Marta Guðlaugsdóttir landlagsarkitekt,“ segir Dagbjört en allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Minningartrés. Dagbjört lætur ekki þar við sitja en hún er einnig með bók í smíðum sem kemur út um næstu jól. Þannig vonast hún til að geta hjálpað öðrum á þessari vegferð. Lífstíll Dagbjartar, og fjölskyldunnar hefur gert það að verkum að Dagbjört er mjög vandlát varðandi þá hluti sem fá að rata inn á heimilið.Aðsend „Bókin fjallar um mínimalískan lífstíl og ég set þá fræðina upp ásamt skipulagsriti og fleira gagnlegu.“ Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja minnka við sig af dóti en eiga kannski erfitt með byrja? „Ég held að það sé langbest að taka þetta í litlum skrefum. Skipta heimilinu upp í hluta og einblína á einn hluta í einu. Annars er svo mikil hætta á þetta verði of yfirþyrmandi. Það er langbest að losa sig ekki við of mikið í einu.“ Hús og heimili Danmörk TikTok Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Dagbjört segir breytinguna hafa haft ótrúlega jákvæðar breytingar í för með sér en fjölskyldan einblínir í dag á að safna minningum í stað þess að kaupa nýja hluti. Fyrir tæpum tveimur árum byrjaði Dagbjört að deila myndefni á Tiktok þar sem hún segir frá reynslu sinni af mínimalískum lífstíl og daglegu lífi fjölskyldunnar. Fylgjendahópurinn hefur sprungið út og vakti það athygli breska miðilsins Daily Mail sem á dögunum birti viðtal við Dagbjörtu. Fleiri breskir miðlar höfðu síðan samband í kjölfarið. @happiness_lifestyle Fékk nóg af öllu draslinu Óhætt er að segja að hinn mínimalíski lífsstíll hafi breiðst hratt út um hinn vestræna heim á síðustu árum en í stuttu máli snýst sá lífstíll um að fjarlægja allan óþarfa úr lífinu- og eiga einungis það sem maður nýtur þess að eiga eða þarf á að halda. Markmiðið er að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli og veitir hamingju. Hugmyndafræði mínimalíska lífstílsins er þannig andsvar við þeirri miklu efnis- og neysluhyggju sem hefur verið ríkjandi í þjóðfélaginu síðustu ár. Dagbjört og eiginmaður hennar, Þorsteinn Guðnason, eru búsett í Óðinsvéum í Danmörku en saman eiga þau þrjú börn, þau Vöku, Vopna og Von. Í samtali við Vísi segist Dagbjört hafa byrjað að taka upp mínimalískan lífstíl fyrir tíu árum. „Þetta byrjaði í raun þannig að ég var komin með nóg af öllum þessum hlutum sem ég var búin að safna í kringum mig í gegnum árin. Ég sá ekki þörfina fyrir alla þessa hluti. Ég byrjaði á því að taka til hliðar þá hluti sem voru heima hjá mér sem ég vissi að ég hafði í raun ekki not fyrir. Ég setti hlutina í kassa og geymdi. Ef hlutirnir voru búnir að liggja ósnertir í kassanum í ár þá losaði ég mig við þá. Þannig hófst þetta, og svo fór þetta að vinda upp á sig.“ Dagbjört segir að eftir því sem lengra leið á ferlið þá hafi hún farið að velta því æ meira fyrir sér hvers vegna það sé svo erfitt fyrir fólk að losa sig við hina og þessa hluti „Af hverju erum við láta hina og þessa hluti stjórna líðan okkar? Af hverju erum við að leyfa óreiðunni að hafa áhrif á hugann og vellíðan?“ Tekur myndir af teikningum barnanna Fyrir fjórum árum fluttist fjölskyldan búferlum til Danmerkur þar sem Dagbjört fór í meistaranám í markaðfræði með áherslu á stafrænar lausnir og sjálfbærni. „Þá byrjaði ég að pæla meira í því hvernig það væri hægt að nýta hluti og gefa hluti sem hægt er að nota áfram.“ Í kjölfarið hannaði Dagbjört ákveðið plan til eins árs, þar sem heimilinu er skipt upp í tólf hluta. Einn hluti getur til dæmis verið stofan, baðherbergið eða eldhúsið. Hver hluti fær síðan einn mánuð, og skiptir Dagbjört mánuðinum í fjórar vikur. Í hverri viku fjarlægir hún síðan minnst tvo hluti úr herberginu. Þannig er hún búin að losa sig við minnst 96 hluti í lok ársins, og svo hefst ferlið á ný. Dagbjört segir að eiginmann sinn og börn hafa tekið þátt í ferlinu af fullum krafti. „Ég hef auðvitað aldrei neytt þau til að gera neitt, þau eru í þessu heilshugar. Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að losa sig við hluti, gefa þá fram eða selja.“ Hér má sjá barnaherbergið.Aðsend Eftir að Dagbjört tók upp á þessu kerfi hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu. Þar á meðal eru lampar, diskar, glös, bollar, föt, handklæði og ótalmargt fleira. Í dag á hver fjölskyldumeðlimur einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði. Að sögn Dagbjartar eiga þau heldur ekki mikið af fötum, einungis nóg til að geta átt eitthvað til skiptanna. Eitt af því sem Dagbjört gerði til að minnka pappírsflóðið á heimilinu var að sleppa því að geyma teikningar barnanna. Í stað þess tekur hún ljósmyndir af teikningunum og geymir í tölvunni. Það sama gildir um gamla muni, sem koma frá öfum, ömmum og foreldrum. Ófáir kannast við það að eiga hluti á heimilinu sem hafa tilfinningalegt gildi. Fjölskyldan hefur minnkað verulega við sig, þar á meðal af fötum.Aðsend „Ég er búin að sleppa tökunum á þessum hlutum, en ég held auðvitað í minningarnar sem fylgja þeim. Það var erfitt í byrjun, en eftir því sem tíminn leið og maður fór „all inn“ í þennan lífsstíl þá varð það auðveldara. „Maður fór þá líka að spyrja sig: af hverju er ég að halda svona fast í þennan hlut? Er það hluturinn sjálfur eða er það minningin sem tengist honum sem er að gefa mér þessa tilfinningu? Ef það kviknar í húsinu og allt brennur, er ég þá að fara að syrgja þennan hlut, eða er ég að syrgja minninguna sem tengist þessum hlut?“ Dagbjört tekur einnig fram að hún hendi engu, heldur gefi hún hlutina áfram. Þegar um er að ræða persónulega hluti þá athugar hún til dæmis hvort aðrir fjölskyldumeðlimir eða nákomnir hafi áhuga á að fá þá. Fá upplifanir í gjafir Aðspurð um hvort vandamál spretti upp, til dæmis þegar gestum er boðið í mat, segir Dagbjört að þau hafi einfaldlega fundið leiðir í kringum það. „Við erum þá yfirleitt með fingramat, og við notumst við pappírsdiska.“ Fjölskylda og vinir Dagbjartar og fjölskyldu hennar hafa að hennar sögn aðlagað sig að lífstíl þeirra. „Fólk er til dæmis alveg hætt að gefa okkur hluti í jóla- og afmælisgjafir, og gefa okkur upplifanir í staðinn.“ Lífstíll Dagbjartar, og fjölskyldunnar hefur einnig gert það að verkum að Dagbjört er mjög vandlát varðandi þá hluti sem fá að rata inn á heimilið. Fjölskyldan hefur losað sig við megnið af eldhúsdóti og heldur sig við það allra nauðsynlegasta.Aðsend „Ef ég sé notagildið í einhverju þá kaupi ég það, en annars ekki. En svo er það líka þannig að eftir því sem maður er kominn lengra í þessu öllu þá breytist hugarfarið. Þetta kemst upp í vana. Ef ég sé einhvern hlut núna þá hugsa ég vel og vandlega, í marga daga, hvort ég þurfi virkilega á honum að halda.“ Ótrúleg breyting „Ég vil miklu frekar skapa minningar með börnunum mínum, leyfa þeim að upplifa heiminn í kringum sig, í stað þess að fylla herbergin þeirra af dóti,“ segir Dagbjört. Aðspurð um þau áhrif sem mínimalískur lífstíll hefur haft á líf hennar og fjölskyldunnar svarar hún: „Ég finn að það er meiri ró yfir mér, og okkur. Það er eins og það sé minni óreiða í hausnum þegar það er minni óreiða á heimilinu. Það einfaldar lífið svo mikið að hafa ekki endalaust af drasli í kringum sig og þurfa endalaust að vera að taka til. "Ég finn það að andlega hliðin er allt önnur. Við fjölskyldum eyðum núna meiri tíma saman, og einblínum á að búa til minningar í kringum leik og upplifun, ekki í kringum hluti. Krakkarnir sækja núna meira í það að fara út og leika, fara á ströndina, heldur en að vera að leika sér inni með dót. Við höfum líka tekið eftir að núna, þegar krakkarnir eiga færri hluti, þá leika þau sér líka meira með þá hluti sem þau eiga.“ Hjónin Dagbjört og Þorsteinn eru samstíga í mínimalíska lífstílnum.Aðsend Góð og slæm viðbrögð Aðspurð um viðbrögð fólks, til að mynda á Tiktok, segir Dagbjört að heilt yfir séu þau afar góð. Margir eru forvitnir og Dagbjört fær reglulega fyrirspurnir frá fólki sem vill feta í hennar fótspor. En inn á milli heyrast þó gagnrýnisraddir. „Sumum finnst skrítið að ég sé ekki með teikningar eftir börnin mín upp á vegg, en þetta er bara okkar leið, okkar lífsstíl sem hentar okkur. Ég hef til dæmis fengið að heyra að ég eigi ekki að eiga börnin mín, og að ég hljóti að vera fátæk af því að ég eigi svona lítið af hlutum. Suma daga fer þetta aðeins meira fyrir brjóstið á manni en venjulega, en ég veit auðvitað sjálf hvað er satt í þessu og hvað ekki. Ég veit að með þessu er ég að veita börnunum mínum ást, hlýju og ég er að gefa þeim tíma, og hvað er hægt að ætlast meira til en það?“ Hér má sjá stofuna.Aðsend Best að byrja smátt „Ég held að í framtíðinni, sérstaklega þegar við hugsum um umhverfisþáttinn, þá eigum við sem samfélag eftir að færast nær þessum lífstíl og þessum hugsunarhætti,“ segir Dagbjört. Lífstílsbreyting Dagbjartar hefur ekki einungis leitt til vinsælda á Tiktok. Það leiddi einnig til þess að hún stofnaði fyrirtæki. Fyrirtækið heitir Minningartré og er lifandi tréminnisvarði þar sem ástvinir geta heiðrað hinn látna og gefið til baka til náttúrunnar. „Útfrá þessum lífstíl hugsaði ég: Hvernig get ég lagt mitt af mörkum til að stuðla að betri heimi og þá stuðla að sjálfbærni?“ Og lifnar þá við þessi fallega vara sem er orðin að veruleika og mun líta dagsins ljós á næstu vikum. Þetta er allt ert í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Við erum þrjár sem stöndum að konseptinu: ég sem markaðsfræðingur, Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur og Guðný Marta Guðlaugsdóttir landlagsarkitekt,“ segir Dagbjört en allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Minningartrés. Dagbjört lætur ekki þar við sitja en hún er einnig með bók í smíðum sem kemur út um næstu jól. Þannig vonast hún til að geta hjálpað öðrum á þessari vegferð. Lífstíll Dagbjartar, og fjölskyldunnar hefur gert það að verkum að Dagbjört er mjög vandlát varðandi þá hluti sem fá að rata inn á heimilið.Aðsend „Bókin fjallar um mínimalískan lífstíl og ég set þá fræðina upp ásamt skipulagsriti og fleira gagnlegu.“ Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja minnka við sig af dóti en eiga kannski erfitt með byrja? „Ég held að það sé langbest að taka þetta í litlum skrefum. Skipta heimilinu upp í hluta og einblína á einn hluta í einu. Annars er svo mikil hætta á þetta verði of yfirþyrmandi. Það er langbest að losa sig ekki við of mikið í einu.“
Hús og heimili Danmörk TikTok Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira