Skoðun

Þakkir til fuglanna

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja.

Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki?

Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu.

Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur.

Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×