Þakkir til fuglanna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Fuglar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar