Tónlist

Íslensku lögin í meirihluta

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Patrik Atli situr í þriðja sæti Íslenska listans á FM með lagið Skína.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atli situr í þriðja sæti Íslenska listans á FM með lagið Skína. Vísir/Vilhelm

Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína.

Af 20 lögum listans eru 11 eftir íslenskt tónlistarfólk. Þá eru dúettar vinsælir og má þar nefna að Daniil og Friðrik Dór skipa fimmta sætið með lagið Aleinn og Aron Can og Birnir í sjötta sæti með rapplagið Bakka ekki út. 

GDRN hækkar sig um tvö sæti á milli vikna með lagið Parísarhjól sem hún sendi frá sér fyrr í sumar.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Tekur alltaf stresspissið rétt áður en hann stígur á svið

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti trónir staðfastur á toppi Íslenska listans á FM957 fjórðu vikuna í röð með lagið Þúsund hjörtu. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra hvernig hann er stemmdur tæpri viku fyrir stóru stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.