Cazorla semur við uppeldisfélagið og heimtar lágmarkslaun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 10:30 Santi Cazorla er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal. David Price/Arsenal FC via Getty Images Hinn 38 ára gamli Santi Cazorla er genginn í raðir spænska B-deildarfélagsins Real Oviedo. Cazorla ólst upp hjá félaginu, en lék aldrei meistaraflokksleik fyrir liðið. Cazorla, sem er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, fór í gegnum unglingastarf Real Oviedo áður en hann samdi við Villarreal aðeins 18 ára gamall. Síðan þá hefur hann leikið með liðum á borð við Recreativo Huelva og Málaga auk Villarreal og Arsenal. Á tíma sínum hjá Arsenal lék hann 129 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði 25 mörk. Þá á hann einnig að baki 81 leik og 15 mörk fyrir spænska landsliðið. Cazorla var hins vegar síðast á mála hjá Al-Sadd í Katar þar sem hann lék í þrjú ár. Nú er hann genginn aftur í raðir uppeldisfélagsins og virðist hann ekki hafa neinn áhuga á því að koma liðinu í nein peningavandræði. Romantic move for Santi Cazorla who’s joining Real Oviedo, free transfer until June 2024 ⚪️🔵🇪🇸38 yo midfielder will play on professional minimum wage set by La Liga 2.Oviedo reveal 10% his shirt sales will go back to the clubs youth academy.Back 20 years later 🔙💙 pic.twitter.com/GFQz9Aliu0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023 Cazorla mun þéna lágmarkslaun á meðan hann leikur fyrir liðið og þá mun tíu prósent af treyjusölum í hans nafni renna til unglingastarfs félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cazorla gerir eitthvað fyrir uppeldisfélag sitt því árið 2012 fjárfesti hann í hlutabréfum félagsins til að koma í veg fyrir að það færi á hausinn eftir að upp komst um peningavandræði þess. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Cazorla, sem er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, fór í gegnum unglingastarf Real Oviedo áður en hann samdi við Villarreal aðeins 18 ára gamall. Síðan þá hefur hann leikið með liðum á borð við Recreativo Huelva og Málaga auk Villarreal og Arsenal. Á tíma sínum hjá Arsenal lék hann 129 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði 25 mörk. Þá á hann einnig að baki 81 leik og 15 mörk fyrir spænska landsliðið. Cazorla var hins vegar síðast á mála hjá Al-Sadd í Katar þar sem hann lék í þrjú ár. Nú er hann genginn aftur í raðir uppeldisfélagsins og virðist hann ekki hafa neinn áhuga á því að koma liðinu í nein peningavandræði. Romantic move for Santi Cazorla who’s joining Real Oviedo, free transfer until June 2024 ⚪️🔵🇪🇸38 yo midfielder will play on professional minimum wage set by La Liga 2.Oviedo reveal 10% his shirt sales will go back to the clubs youth academy.Back 20 years later 🔙💙 pic.twitter.com/GFQz9Aliu0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023 Cazorla mun þéna lágmarkslaun á meðan hann leikur fyrir liðið og þá mun tíu prósent af treyjusölum í hans nafni renna til unglingastarfs félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cazorla gerir eitthvað fyrir uppeldisfélag sitt því árið 2012 fjárfesti hann í hlutabréfum félagsins til að koma í veg fyrir að það færi á hausinn eftir að upp komst um peningavandræði þess.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira