Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 4-2 | Blikar bitu frá sér í lokin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2023 20:48 Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þriðja mark Stjörnunnar í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar hefðu komið sér í toppsæti deildarinnar með sigri. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og liðin skiptust á að sækja. Heimakonur virtust þó heldur sterkari, en færin létu á sér standa. Fyrsta alvöru færi leiksins kom þó loksins á 23. mínútu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir gaf boltann fyrir markið utan af hægri kanti. Fyrirgjöfin var þó full nálægt marki Blika, en Telma Ívarsdóttir gerðist sek um slæm mistök þegar henni mistókst að handsama boltann og þaðan féll hann fyrir Huldu Hrund Arnarsdóttur sem skoraði í autt markið. Eftir markið hægðist heldur betur á leiknum og í raun var lítið markvert sem gerðist næstu tuttugu mínúturnar eða svo. Það var ekki fyrr en að komið var að seinustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik að Stjörnukonur fengu aukaspyrnu úti á vinstri kanti sem Sædís Rún Heiðarsdóttir tók og hún fann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem fleytti boltanum snyrtilega í fjærhornið, 2-0. Þetta reyndist seinasta snerting fyrri hálfleiks og Stjörnukonur fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikshléið. Ef einhverjir bjuggust við því að Blikar kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn þá kom ansi fljótt í ljós að þeir höfðu rangt fyrir sér. Stjörnukonur héldu áfram að hafa góða stjórn á leiknum og gestirnir frá Kópavogi fundu engar leiðir í átt að marki heimakvenna. Raunar virtust Stjörnukonur mun líklegri til að bæta við en Blikar til að minnka muninn og sú varð raunin á 60. mínútu þegar fyrirgjöf Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur rataði beint á ennið á Jasmín Erlu Ingadóttur sem skallaði boltann örugglega í fjærhornið. Blikar náðu þó inn einu marki þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka þegar Agla María Albertsdóttir skallaði niður langa sendingu frá Telmu Ívarsdóttur og varamaðurinn Andrea Rut Bjarnadóttir fann nærhornið með föstu skoti. Við þetta vöknuðu gestirnir aðeins til lífsins og ógnuðu marki Stjörnunnar næstu mínútur. Það skilaði sér í því að Agla María Albertsdóttir náði að moka boltanum yfir marklínuna á 89. mínútu og gestirnir höfðu því rétt rúmlega uppbótartíman til að finna jöfnunarmark. Heimakonur nýttu sér það þó að Blikar væru búnir að færa sig framar á völlinn þegar Andrea Mist Pálsdóttir batt endahnútinn á vel útfærða skyndisókn og tryggði 4-2 sigur Stjörnunnar. Með sigrinum fer Stjarnan í 23 stig í fimmta sæti deildarinnar. Breiðablik situr hins vegar enn í öðru sæti með 33 stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnukonur voru með góða stjórn á leiknum stærstan hluta leiksins og voru verðskuldað með þriggja marka forystu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Blikar vöknuðu aðeins til lífsins í lok leiks, en þá var of seint í rassinn gripið. Hverjar stóðu upp úr? Sædís Rún Heiðarsdóttir átti góðan dag í liði Stjörnunnar og lagði upp tvö mörk, eitt fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og eitt fyrir Jasmín Erlu Ingadóttur. Heiða Ragney Viðarsdóttir skilaði sínu verkefni einnig vel í kvöld og var valin maður leiksins af stuðningsmönnum Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Blikar virtust andlausir framan af leik og sköpuðu sér lítið sem ekkert af færum. Sóknaruppbygging þeirra var hæg og oft og tíðum stefnulaus og mörkin sem liðið fékk á sig voru heldur ódýr. Hvað gerist næst? Næði lið eiga leik næstkomandi sunnudag klukkan 14:00 þar sem Stjarnan sækir FH heim og Breiðablik tekur á móti ÍBV. Ásmundur: Trúi ekki öðru en að við komum til baka og svörum fyrir þetta Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika.Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega ósáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við kveiktum svo sannarlega of seint á okkur. Við byrjum þennan leik hörmulega og fyrri hálfleikur eiginlega allur bara mjög dapur,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Það er bara skjálfti í okkur og við komumst ekkert í gang fyrr en það eru kannski korter-tuttugu mínútur eftir og við erum komin í mjög slæma stöðu.“ Þá segir hann að mörkin þrjú sem liðið fékk á sig í venjulegum leiktíma hafi öll verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ef þú ferð yfir öll þessi mörk þá voru þetta tómar tuskur. Þetta var blaut tuska eftir blauta tusku í andlitið. Mörkin voru ódýr og óöryggi í okkur.“ „Við erum bara að slípa saman nýja varnarlínu og nýja hluti sem bara taka meiri tíma en við höfum haft hingað til og það skapar pínu óöryggi. Stjarnan er það gott lið að þær gátu refsað okkur fyrir það.“ Hann útilokar ekki að tapið gegn Víkingi í úrslitum Mjólkurbikarsins um síðustu helgi hafi setið í liðinu. „Það leit allavega út fyrir það þegar leikurinn byrjaði að það hafi setið í. Við höfum reynt að skilja hann eftir, en það þarf að rífa aðeins hugarfarið og andann í gang aftur. Það var augljóst á leiknum í dag að leikmenn voru ekki alveg tilbúnir í það. Það eru einhverjir örfáir dagar í næsta leik og ég trúi ekki öðru en að við komum til baka og svörum fyrir þetta.“ „Það kom smá líf í okkur og smá glampi í lokinn og þá erum við til alls líklegar ef við komum okkur í þann gírinn og það er ekki lengra í hann en þetta. Við náðum í hann í dag. Það er ekki lengra í hann en það þannig að það er hægt að byggja á því,“ sagði Ásmundur að lokum. Kristján: Sýnir hvað þetta lið getur gert Kristján Guðmundsson var sáttur við stærstan hluta leiksins.Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var virkilega ánægður með stærstan hluta leiksins hjá sínu liði í kvöld. Hann segir þó að seinasta korterið hafi tekið á. „Við erum með það mikil völd á vellinum mest allan leikinn fyrir utan einn og einn kafla sem Blikarnir ná að þá eigum við náttúrulega ekki að lenda í þessum vandræðum eins og við lentum í í lokin.“ Hann segir að mögulega hafi liðið orðið aðeins stressað þegar Blikar minnkuðu muninn. „Við þurfum bara að skoða þetta. Þetta er bara langt því frá að vera í lagi að þetta skuli gerast. Fyrra markið erum við búin að skoða hjá Blikunum og þær eiga það til að spila á þennan hátt. Þetta vorum við búin að sýna leikmönnum og þær eiga að hafa þetta á hreinu og lesa leikinn inni á vellinum. Svo erum við heldur ekki nógu ánægð með varnarleikinn í marki númer tvö. En við þurfum að fara bara yfir þetta og sjá hvað gerist.“ „Fram að því erum við samt að spila bara virkilega góðan fótbolta.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að hafa fengið þessi tvö mörk á sig séu það alltaf stigin þrjú sem skipta máli. „Fyrst og fremst eru þetta þrjú stig. Sama hvernig leikurinn þróast og hvernig mörkin koma og hverjar skora þá fengum við þrjú stig þannig ég býst við einhverri spurningu um neðri hlutann núna,“ sagði Kristján léttur. Seinasta spurning kvöldsins var þó ekki um neðri hlutann, heldur þá staðreynd að þrátt fyrir vonbrigði sumarsins sé Stjörnuliðið búið að taka fjögur stig af bæði Blikum og Val sem verma efstu tvö sæti deildarinnar. „Við erum með fjögur stig á móti Val og fjögur stig á móti Blikum. Það auðvitað sýnir hvað þetta lið getur gert. Það hefur kannski vantað upp á í einhverjum leikjum að pússa sóknarþriðjunginn eins og var oft í dag líka. Sérstaklega í fyrri hálfleik því við hefðum getað verið með meira en tvö mörk í hálfleik,“ sagði Kristján að lokum Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Stjarnan vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar hefðu komið sér í toppsæti deildarinnar með sigri. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og liðin skiptust á að sækja. Heimakonur virtust þó heldur sterkari, en færin létu á sér standa. Fyrsta alvöru færi leiksins kom þó loksins á 23. mínútu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir gaf boltann fyrir markið utan af hægri kanti. Fyrirgjöfin var þó full nálægt marki Blika, en Telma Ívarsdóttir gerðist sek um slæm mistök þegar henni mistókst að handsama boltann og þaðan féll hann fyrir Huldu Hrund Arnarsdóttur sem skoraði í autt markið. Eftir markið hægðist heldur betur á leiknum og í raun var lítið markvert sem gerðist næstu tuttugu mínúturnar eða svo. Það var ekki fyrr en að komið var að seinustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik að Stjörnukonur fengu aukaspyrnu úti á vinstri kanti sem Sædís Rún Heiðarsdóttir tók og hún fann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem fleytti boltanum snyrtilega í fjærhornið, 2-0. Þetta reyndist seinasta snerting fyrri hálfleiks og Stjörnukonur fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikshléið. Ef einhverjir bjuggust við því að Blikar kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn þá kom ansi fljótt í ljós að þeir höfðu rangt fyrir sér. Stjörnukonur héldu áfram að hafa góða stjórn á leiknum og gestirnir frá Kópavogi fundu engar leiðir í átt að marki heimakvenna. Raunar virtust Stjörnukonur mun líklegri til að bæta við en Blikar til að minnka muninn og sú varð raunin á 60. mínútu þegar fyrirgjöf Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur rataði beint á ennið á Jasmín Erlu Ingadóttur sem skallaði boltann örugglega í fjærhornið. Blikar náðu þó inn einu marki þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka þegar Agla María Albertsdóttir skallaði niður langa sendingu frá Telmu Ívarsdóttur og varamaðurinn Andrea Rut Bjarnadóttir fann nærhornið með föstu skoti. Við þetta vöknuðu gestirnir aðeins til lífsins og ógnuðu marki Stjörnunnar næstu mínútur. Það skilaði sér í því að Agla María Albertsdóttir náði að moka boltanum yfir marklínuna á 89. mínútu og gestirnir höfðu því rétt rúmlega uppbótartíman til að finna jöfnunarmark. Heimakonur nýttu sér það þó að Blikar væru búnir að færa sig framar á völlinn þegar Andrea Mist Pálsdóttir batt endahnútinn á vel útfærða skyndisókn og tryggði 4-2 sigur Stjörnunnar. Með sigrinum fer Stjarnan í 23 stig í fimmta sæti deildarinnar. Breiðablik situr hins vegar enn í öðru sæti með 33 stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnukonur voru með góða stjórn á leiknum stærstan hluta leiksins og voru verðskuldað með þriggja marka forystu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Blikar vöknuðu aðeins til lífsins í lok leiks, en þá var of seint í rassinn gripið. Hverjar stóðu upp úr? Sædís Rún Heiðarsdóttir átti góðan dag í liði Stjörnunnar og lagði upp tvö mörk, eitt fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og eitt fyrir Jasmín Erlu Ingadóttur. Heiða Ragney Viðarsdóttir skilaði sínu verkefni einnig vel í kvöld og var valin maður leiksins af stuðningsmönnum Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Blikar virtust andlausir framan af leik og sköpuðu sér lítið sem ekkert af færum. Sóknaruppbygging þeirra var hæg og oft og tíðum stefnulaus og mörkin sem liðið fékk á sig voru heldur ódýr. Hvað gerist næst? Næði lið eiga leik næstkomandi sunnudag klukkan 14:00 þar sem Stjarnan sækir FH heim og Breiðablik tekur á móti ÍBV. Ásmundur: Trúi ekki öðru en að við komum til baka og svörum fyrir þetta Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika.Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega ósáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við kveiktum svo sannarlega of seint á okkur. Við byrjum þennan leik hörmulega og fyrri hálfleikur eiginlega allur bara mjög dapur,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Það er bara skjálfti í okkur og við komumst ekkert í gang fyrr en það eru kannski korter-tuttugu mínútur eftir og við erum komin í mjög slæma stöðu.“ Þá segir hann að mörkin þrjú sem liðið fékk á sig í venjulegum leiktíma hafi öll verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ef þú ferð yfir öll þessi mörk þá voru þetta tómar tuskur. Þetta var blaut tuska eftir blauta tusku í andlitið. Mörkin voru ódýr og óöryggi í okkur.“ „Við erum bara að slípa saman nýja varnarlínu og nýja hluti sem bara taka meiri tíma en við höfum haft hingað til og það skapar pínu óöryggi. Stjarnan er það gott lið að þær gátu refsað okkur fyrir það.“ Hann útilokar ekki að tapið gegn Víkingi í úrslitum Mjólkurbikarsins um síðustu helgi hafi setið í liðinu. „Það leit allavega út fyrir það þegar leikurinn byrjaði að það hafi setið í. Við höfum reynt að skilja hann eftir, en það þarf að rífa aðeins hugarfarið og andann í gang aftur. Það var augljóst á leiknum í dag að leikmenn voru ekki alveg tilbúnir í það. Það eru einhverjir örfáir dagar í næsta leik og ég trúi ekki öðru en að við komum til baka og svörum fyrir þetta.“ „Það kom smá líf í okkur og smá glampi í lokinn og þá erum við til alls líklegar ef við komum okkur í þann gírinn og það er ekki lengra í hann en þetta. Við náðum í hann í dag. Það er ekki lengra í hann en það þannig að það er hægt að byggja á því,“ sagði Ásmundur að lokum. Kristján: Sýnir hvað þetta lið getur gert Kristján Guðmundsson var sáttur við stærstan hluta leiksins.Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var virkilega ánægður með stærstan hluta leiksins hjá sínu liði í kvöld. Hann segir þó að seinasta korterið hafi tekið á. „Við erum með það mikil völd á vellinum mest allan leikinn fyrir utan einn og einn kafla sem Blikarnir ná að þá eigum við náttúrulega ekki að lenda í þessum vandræðum eins og við lentum í í lokin.“ Hann segir að mögulega hafi liðið orðið aðeins stressað þegar Blikar minnkuðu muninn. „Við þurfum bara að skoða þetta. Þetta er bara langt því frá að vera í lagi að þetta skuli gerast. Fyrra markið erum við búin að skoða hjá Blikunum og þær eiga það til að spila á þennan hátt. Þetta vorum við búin að sýna leikmönnum og þær eiga að hafa þetta á hreinu og lesa leikinn inni á vellinum. Svo erum við heldur ekki nógu ánægð með varnarleikinn í marki númer tvö. En við þurfum að fara bara yfir þetta og sjá hvað gerist.“ „Fram að því erum við samt að spila bara virkilega góðan fótbolta.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að hafa fengið þessi tvö mörk á sig séu það alltaf stigin þrjú sem skipta máli. „Fyrst og fremst eru þetta þrjú stig. Sama hvernig leikurinn þróast og hvernig mörkin koma og hverjar skora þá fengum við þrjú stig þannig ég býst við einhverri spurningu um neðri hlutann núna,“ sagði Kristján léttur. Seinasta spurning kvöldsins var þó ekki um neðri hlutann, heldur þá staðreynd að þrátt fyrir vonbrigði sumarsins sé Stjörnuliðið búið að taka fjögur stig af bæði Blikum og Val sem verma efstu tvö sæti deildarinnar. „Við erum með fjögur stig á móti Val og fjögur stig á móti Blikum. Það auðvitað sýnir hvað þetta lið getur gert. Það hefur kannski vantað upp á í einhverjum leikjum að pússa sóknarþriðjunginn eins og var oft í dag líka. Sérstaklega í fyrri hálfleik því við hefðum getað verið með meira en tvö mörk í hálfleik,“ sagði Kristján að lokum
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“