Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2023 20:06 Tvíburarnir í Hveragerði, sem tóku þátt í tvíburahátíðinni í Bandaríkjunum nýlega. Þetta eru systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur og bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu. Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við. Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Sjá meira
Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við.
Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Sjá meira