Látum þau borða gaslýsingar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. ágúst 2023 07:31 „Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Halldór Auðar Svansson Píratar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun