„Fyrsta skipti sem við erum með átján manna hóp“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2023 22:16 Pétur væri eflaust til í tvo leikmenn til viðbótar. vísir/Diego Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum. „Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira