Elín Metta í Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 17:30 Elín Metta hefur alls spilað 62 A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 16 mörk. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa. Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa.
Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira