Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur - Tindastóll 0-2 | Óvæntur sigur Stólanna í Laugardalnum Dagur Lárusson skrifar 15. ágúst 2023 21:25 Tindastóll fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Þrótt Reykjavík í Laugardalnum þegar liðin mættust í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Þróttur hefur nú leikið þrjá leiki án sigurs. Fyrir leikinn var Þróttur í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig á meðan Tindastóll var í sjöunda sætinu með 15 stig. Það var Þróttur sem byrjaði leikinn mun betur og liðið í raun óð í færum. Þær Katla Tryggvadóttir og Sæunn Björnsdóttir og sérstaklega líflegar hjá þeim en hvorugri tókst þó að skora. Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Fyrsta mark leiksins kom síðan á 25.mínútu, þvert gegn gangi leiksins því gestirnir komust yfir. Murielle Tiernan fékk þá boltann vinstra meginn og rak boltann upp að endalínunni þar sem hún leitaði inn á teiginn og gaf boltann á Beatriz sem þurfti tvær tilraunir áður en boltinn söng í netinu. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði nánast nákvæmlega eins og sá fyrri þar sem Þróttur stýrði leiknum og óð í færum á meðan Tindastóll treysti á skyndisóknir. Þróttur fékk gott tækifæri til þess að jafna leikinn á 53.mínútu en þá var brotið á Kötlu Tryggvadóttur innan teigs og því dæmd vítaspyrna. Á punktinn steig Katherine Cousins en hún lét Monicu í marki Tindasóls verja frá sér og staðan því ennþá 0-1. Þessi fór ekki í netið.Vísir/Hulda Margrét Þróttur hélt áfram að sækja en það var samt sem áður Tindastóll sem skoraði næsta mark leiksins og það var Murielle sem gerði það allt upp á eigin spýtur. Hún fékk boltann vinstra megin, sparkaði boltanum upp og elti og hljóp framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hún komst inn á teig, leitaði inn, kom sér í góða stöðu og skaut boltanum í markið. Mögnuð tilþrif hjá Murielle. Af hverju vann Tindastóll? Leikplanið virkaði fullkomlega. Þær ætluðu að leyfa Þrótti að vera með boltann og treysta á skyndisóknir og það virkaði. Í hvert skipti sem Murielle fékk boltann þá skapaðist hætta. Hverjar stóðu uppúr? Það voru tveir leikmenn á vellinum sem stóðu upp úr í kvöld og það voru Monica Wilhelm í marki Tindastóls og Murielle Tiernan frammi. Monica varði hvert skotið á fætur öðru og hélt gestunum á floti á tímabili. Murielle bjó síðan til bæði mörk gestanna, lagði upp fyrra markið og skoraði seinna markið af mikilli snilld. Monica Elisabeth Wilhelm varði vítaspyrnu og hélt hreinu.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Færanýting Þróttar. Boltinn einfaldlega vildi ekki fara inn og Monica varði allt. Hvað gerist næst? Næsti leikur Þróttar er gegn Keflavík næsta sunnudag á meðan næsti leikur Tindastóls er gegn Val þann sama dag. Nik Anthony: Saga tímabilsins „svona“ Nik var ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur verið svolítið saga tímabilsins hingað til,“ byrjaði Nik Anthony, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Sérstaklega í síðustu leikjum þar sem við höfum verið betri aðilinn, fengið betri færi en við nýtum þau ekki þegar þau koma. Síðan gerum við varnarmistök og við lendum undir og við þurfum að elta leikinn,“ hélt Nik áfram að segja. „Við vorum kannski oft á tíðum ekki nægilega einbeittar í sóknarleiknum og áttum lélegar sendingar en við vorum samt sem áður mikið sterkari aðilinn.“ Nik talaði um seinna mark Tindastóls þar sem honum fannst að sínir leikmenn hefðu átt að brjóta á henni. „Í seinna markinu þá gerum við aftur mistök. Murielle kemst á ferðina vinstra megin og þar skorti okkur reynslu og fagmennsku, við hefðum einfaldlega átt að brjóta á henni og fá gula spjaldið því þegar hún kemst á ferðina þá er hún svo hættuleg.“ Nik talaði síðan um nýjasta leikmann liðsins, Elínu Mettu, sem hann telur að hann muni geta leyst vandamálin fram á við. „Eins og sást í kvöld þá eigum við erfitt með að klára færin. Ég veit ekki hvort það sé bara ég eða hvað en við virðumst alltaf láta markmenn hins liðsins eiga leik lífsins, rétt eins og í kvöld. En við erum að fá Elínu inn í hópinn til þess að hjálpa okkur fram á við. Hún kann að skora mörk og ætti því að hjálpa okkur mikið,“ endaði Nik Anthony á að segja. Myndir Íris Dögg, markvörður Þróttar.Vísir/Hulda Margrét Katla Tryggvadóttir og Melissa Alison Garcia.Vísir/Hulda Margrét Hannah Jane Cade.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Þrótt Reykjavík í Laugardalnum þegar liðin mættust í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Þróttur hefur nú leikið þrjá leiki án sigurs. Fyrir leikinn var Þróttur í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig á meðan Tindastóll var í sjöunda sætinu með 15 stig. Það var Þróttur sem byrjaði leikinn mun betur og liðið í raun óð í færum. Þær Katla Tryggvadóttir og Sæunn Björnsdóttir og sérstaklega líflegar hjá þeim en hvorugri tókst þó að skora. Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Fyrsta mark leiksins kom síðan á 25.mínútu, þvert gegn gangi leiksins því gestirnir komust yfir. Murielle Tiernan fékk þá boltann vinstra meginn og rak boltann upp að endalínunni þar sem hún leitaði inn á teiginn og gaf boltann á Beatriz sem þurfti tvær tilraunir áður en boltinn söng í netinu. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði nánast nákvæmlega eins og sá fyrri þar sem Þróttur stýrði leiknum og óð í færum á meðan Tindastóll treysti á skyndisóknir. Þróttur fékk gott tækifæri til þess að jafna leikinn á 53.mínútu en þá var brotið á Kötlu Tryggvadóttur innan teigs og því dæmd vítaspyrna. Á punktinn steig Katherine Cousins en hún lét Monicu í marki Tindasóls verja frá sér og staðan því ennþá 0-1. Þessi fór ekki í netið.Vísir/Hulda Margrét Þróttur hélt áfram að sækja en það var samt sem áður Tindastóll sem skoraði næsta mark leiksins og það var Murielle sem gerði það allt upp á eigin spýtur. Hún fékk boltann vinstra megin, sparkaði boltanum upp og elti og hljóp framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hún komst inn á teig, leitaði inn, kom sér í góða stöðu og skaut boltanum í markið. Mögnuð tilþrif hjá Murielle. Af hverju vann Tindastóll? Leikplanið virkaði fullkomlega. Þær ætluðu að leyfa Þrótti að vera með boltann og treysta á skyndisóknir og það virkaði. Í hvert skipti sem Murielle fékk boltann þá skapaðist hætta. Hverjar stóðu uppúr? Það voru tveir leikmenn á vellinum sem stóðu upp úr í kvöld og það voru Monica Wilhelm í marki Tindastóls og Murielle Tiernan frammi. Monica varði hvert skotið á fætur öðru og hélt gestunum á floti á tímabili. Murielle bjó síðan til bæði mörk gestanna, lagði upp fyrra markið og skoraði seinna markið af mikilli snilld. Monica Elisabeth Wilhelm varði vítaspyrnu og hélt hreinu.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Færanýting Þróttar. Boltinn einfaldlega vildi ekki fara inn og Monica varði allt. Hvað gerist næst? Næsti leikur Þróttar er gegn Keflavík næsta sunnudag á meðan næsti leikur Tindastóls er gegn Val þann sama dag. Nik Anthony: Saga tímabilsins „svona“ Nik var ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur verið svolítið saga tímabilsins hingað til,“ byrjaði Nik Anthony, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Sérstaklega í síðustu leikjum þar sem við höfum verið betri aðilinn, fengið betri færi en við nýtum þau ekki þegar þau koma. Síðan gerum við varnarmistök og við lendum undir og við þurfum að elta leikinn,“ hélt Nik áfram að segja. „Við vorum kannski oft á tíðum ekki nægilega einbeittar í sóknarleiknum og áttum lélegar sendingar en við vorum samt sem áður mikið sterkari aðilinn.“ Nik talaði um seinna mark Tindastóls þar sem honum fannst að sínir leikmenn hefðu átt að brjóta á henni. „Í seinna markinu þá gerum við aftur mistök. Murielle kemst á ferðina vinstra megin og þar skorti okkur reynslu og fagmennsku, við hefðum einfaldlega átt að brjóta á henni og fá gula spjaldið því þegar hún kemst á ferðina þá er hún svo hættuleg.“ Nik talaði síðan um nýjasta leikmann liðsins, Elínu Mettu, sem hann telur að hann muni geta leyst vandamálin fram á við. „Eins og sást í kvöld þá eigum við erfitt með að klára færin. Ég veit ekki hvort það sé bara ég eða hvað en við virðumst alltaf láta markmenn hins liðsins eiga leik lífsins, rétt eins og í kvöld. En við erum að fá Elínu inn í hópinn til þess að hjálpa okkur fram á við. Hún kann að skora mörk og ætti því að hjálpa okkur mikið,“ endaði Nik Anthony á að segja. Myndir Íris Dögg, markvörður Þróttar.Vísir/Hulda Margrét Katla Tryggvadóttir og Melissa Alison Garcia.Vísir/Hulda Margrét Hannah Jane Cade.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti