„Sestu niður og þegiðu“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah Vísir/Getty Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira