Ranglega handtekin á grundvelli gervigreindarforrits Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2023 14:31 Gervigreindarforrit eru notuð í sífellt meira mæli af lögreglunni í Bandaríkjunum til að bera kennsl á og finna fólk sem brýtur af sér og næst á mynd. Í öllum þeim tilvikum sem vitað er um, þar sem lögreglan handtók ranga manneskju, hefur verið um blökkufólk að ræða. Getty Images Rúmlega þrítug kona var handtekin fyrir að stela bíl og ógna eigandanum með byssu, eftir að gervigreindarforrit bar kennsl á konuna með hjálp mynda úr eftirlitsmyndavél. Gervigreindin gleymdi því hins vegar að konan var komin 8 mánuði á leið en ræninginn bar ekki barn undir belti. Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira