Gögn þurfi að vera skiljanleg á erlendri grundu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 11:44 Anna Hrefna Ingimundardóttir er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um enskunotkun samtakanna sem Eiríkur Rögnvaldsson vakti athygli á. vísir Samtök atvinnulífsins þakka Eiríki Rögnvaldssyni íslenskufræðiprófessor fyrir að minna samtökin á að láta íslenska frumútgáfu fylgja skjölum samtakanna á ensku. Er það gert í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins vegna umfjöllunar um bréfaskrif nokkurra íslenskra samtaka innan atvinnulífsins til ráðherra á ensku. Eiríkur furðaði sig á enskunotkuninni og sagði samtökin gefa skít í íslensku með bréfinu. Í yfirlýsingunni segir að samtökin hafi Samtökin hafi alla tíð staðið vörð um íslenska tungu og unnið að verkefnum sem sé ætlað að styrkja íslenska máltækni. Samtökin séu stoltur stofnaðili Almannaróms miðstöðvar máltækni, sem ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Draga lærdóm af umræðunni „Á sama tíma og ein af sérstöðum Íslands felst óneitanlega í arfleifð hins ástkæra ylhýra, þá kemur eðlilega fyrir að gögn þurfi að vera skiljanleg frá okkur á erlendri grundu. Þetta er gert til hagræðis og stundum að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið sem er beinlínis í þeirri kjarnastarfsemi að vera í alþjóðasamskiptum fyrir hönd Íslands.“ Varðandi bréfaskrifin segja samtökin: „Í þessu tilviki skrifum við bréfið á ensku, vitandi að fyrir dyrum stæðu samskipti á alþjóðlegum samstarfsvettvangi á grundvelli EES-samningsins. Innihald þess snýst um að brýna ráðherra og veita upplýsingar svo hún gæti að hagsmunum Íslands við upptöku tilskipunar sem Evrópusambandið hefur samþykkt í EES samninginn, en þær reglur sem um ræðir fela í sér kostnað upp á milljarða króna sem mun falla á íslensk fyrirtæki að óbreyttu. Af umræðunni má þó draga þann lærdóm að ganga úr skugga um að í þeim tilfellum sem enskan er notuð þá fylgi hún alltaf íslenskri frumútgáfu, við þökkum Eiríki fyrir að minna okkur á það.“ Íslensk tunga Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Er það gert í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins vegna umfjöllunar um bréfaskrif nokkurra íslenskra samtaka innan atvinnulífsins til ráðherra á ensku. Eiríkur furðaði sig á enskunotkuninni og sagði samtökin gefa skít í íslensku með bréfinu. Í yfirlýsingunni segir að samtökin hafi Samtökin hafi alla tíð staðið vörð um íslenska tungu og unnið að verkefnum sem sé ætlað að styrkja íslenska máltækni. Samtökin séu stoltur stofnaðili Almannaróms miðstöðvar máltækni, sem ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Draga lærdóm af umræðunni „Á sama tíma og ein af sérstöðum Íslands felst óneitanlega í arfleifð hins ástkæra ylhýra, þá kemur eðlilega fyrir að gögn þurfi að vera skiljanleg frá okkur á erlendri grundu. Þetta er gert til hagræðis og stundum að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið sem er beinlínis í þeirri kjarnastarfsemi að vera í alþjóðasamskiptum fyrir hönd Íslands.“ Varðandi bréfaskrifin segja samtökin: „Í þessu tilviki skrifum við bréfið á ensku, vitandi að fyrir dyrum stæðu samskipti á alþjóðlegum samstarfsvettvangi á grundvelli EES-samningsins. Innihald þess snýst um að brýna ráðherra og veita upplýsingar svo hún gæti að hagsmunum Íslands við upptöku tilskipunar sem Evrópusambandið hefur samþykkt í EES samninginn, en þær reglur sem um ræðir fela í sér kostnað upp á milljarða króna sem mun falla á íslensk fyrirtæki að óbreyttu. Af umræðunni má þó draga þann lærdóm að ganga úr skugga um að í þeim tilfellum sem enskan er notuð þá fylgi hún alltaf íslenskri frumútgáfu, við þökkum Eiríki fyrir að minna okkur á það.“
Íslensk tunga Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira