Íslenski boltinn

Metið fellur í Dalnum og upphitun að hefjast

Sindri Sverrisson skrifar
Stuðningsmenn Víkings fjölmenntu þegar liðið sló út FH í Kaplakrika í undanúrslitum, og verða ekki færri á Laugardalsvelli í kvöld.
Stuðningsmenn Víkings fjölmenntu þegar liðið sló út FH í Kaplakrika í undanúrslitum, og verða ekki færri á Laugardalsvelli í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Aldrei hafa fleiri miðar selst á úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en fyrir leik Víkings og Breiðabliks sem hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli í kvöld.

Miðarnir hafa gengið hraðar út „Víkingsmegin“ í stærri stúkunni á Laugardalsvelli en salan þó verið góð báðu megin og greina Víkingar frá því á Twitter að miðasölumetið sé fallið.

Að því gefnu að fólk nýti miðana sína verður því áhorfendametið frá 2015, þegar 2.435 manns sáu Stjörnukonur vinna Selfyssinga, slegið. Miðasala á leikinn er enn í gangi á Tix.is.

Stuðningsmenn beggja liða ætla að hita vel upp fyrir leikinn og munu Blikar hittast í félagsheimili Þróttar, alveg við Laugardalsvöll, á meðan að upphitun Víkinga er í Safamýri.

Búið er að kveikja flóðljósin á Laugardalsvelli og veður fjallað um úrslitaleikinn í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×