Hin stórkostlegu tíðindi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 15:30 Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Noregur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun