Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingur bikarmeistari í fyrsta sinn Andri Már Eggertsson skrifar 11. ágúst 2023 20:51 Víkingur Reykjavík er bikarmeistari 2023 Vísir/Hulda Margrét Víkingur, topplið Lengjudeildarinnar, varð í kvöld bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni er liðið vann magnaðan 3-1 sigur gegn einu sigursælasta liði bikarkeppninnar frá upphafi, Breiðablik. Fyrirliðarnir fyrir leik Vísir/Hulda Margrét Lengjudeildarlið Víkings Reykjavíkur var í fyrsta sinn í bikarúrslitum í sögu félagsins í kvennaflokki. Víkingur gat ekki dreymt um betri byrjun en fyrirliðinn, Nadía Atladóttir, braut ísinn þegar innan við mínúta var liðin af leiknum. Linda Líf Boama renndi boltanum á Nadíu sem fór illa með varnarmenn Breiðabliks og skoraði. Víkingur skoraði á 1. mínútu Vísir/Hulda Margrét Það átti sér stað afar sérstakt atvik þegar Víkingur var marki yfir. Emma Steinsen og Agla María voru í baráttunni og eftir að Emma hafði dottið og búið var að dæma brot sparkaði Agla létt í Emmu og sá síðan af sér. Dómarinn var nálægt atvikinu en refsaði Öglu ekki. Á 15. mínútu jafnaði Birta Georgsdóttir með stórglæsilegu marki. Birta fékk að klappa boltanum frá hægri kanti inn í teig þar sem hún lék á Emmu Steinsen, fór yfir á vinstri og þrumaði boltanum í slána og inn. Birta Georgsdóttir jafnaði fyrir BreiðablikVísir/Hulda Margrét Nadía Atladóttir var síðan aftur á ferðinni á markamínútunni frægu. Emma Steinsen átti frábæra sendingu fyrir markið þar sem Nadía stakk sér á milli miðvarðanna og skoraði. Verðskuldað mark Víkinga sem höfðu verið betri í fyrri hálfleik. Nadía Atladóttir skoraði tvö mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 2-1 Það sást á krafti Breiðabliks í upphafi síðari hálfleiks að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með hvernig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Það var kraftur í Kópavogsliðinu og Katrín Ásbjörnsdóttir varð færð framar á völlinn sem skapaði hættu. Eftir kröftuga byrjun Blika var Nadía nálægt því að gera sitt þriðja mark, hún var komin í góða skotstöðu en gaf boltann í staðinn og Blikar björguðu á síðustu stundu. Stuðningsmenn Víkings fjölmenntuVísir/Hulda Margrét Freyja Stefánsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Nadíu Atladóttur og mínútu síðar innsiglaði Freyja sigurinn með marki þegar hún vann boltann úr öftustu línu Blika og skoraði. Niðurstaðan 3-1 sigur Víkings. Víkingur er bikarmeistari 2023 Vísir/Hulda Margrét Víkingur er bikarmeistari 2023 Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingur spilaði töluvert betur og átti sigurinn skilið. Víkingarnir mættu vel undirbúnar og settu tóninn strax á fyrstu mínútu með marki. Víkingur varðist vel í seinni hálfleik þegar liðið var einu marki yfir og Sigurborg Sveinbjörnsdóttir varði allt sem kom á markið. Hverjar stóðu upp úr? Nadía Atladóttir var stórkostleg. Nadía setti tóninn strax á fyrstu mínútu með laglegu marki og skoraði síðan annað mark Víkings á markamínútunni 43. Emma Steinsen var frábær í hægri bakverði Víkings. Emma lagði upp annað mark Víkings og var afar lífleg bæði í vörn og sókn. Hvað gekk illa? Blikar gáfu mark strax á fyrstu mínútu sem kveikti neista og trú í Víkingi. Þriðja markið var einnig afar klaufalegt og gerði það að verkum að Breiðablik fékk ekki tækifæri á að henda öllum fram í uppbótartíma og freista þess að jafna. Hvað gerist næst? Stjarnan og Breiðablik mætast á miðvikudaginn klukkan 18:00. Víkingur mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ næsta fimmtudag klukkan 19:15. Ásmundur: Þetta var ekki leikur í deildarkeppni þannig að deildin hafði ekki áhrif Stuðningsmenn Blika fjölmenntu í kvöldVísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar svekktur með tap í bikarúrslitum. „Leikurinn fór frá okkur á fyrstu mínútu. Ég talaði um það í vikunni að þessi leikur er með sér líf og þær höfðu stemninguna með sér og voru með gríðarlega orku umfram okkur og ástandið á liðinu var ekki nógu gott til að eiga okkar leik.“ „Gegn vel skipulögðum og orkumiklum Víkingum áttum við ekki svör. Við lentum undir en komum til baka og fengum síðan á okkur annað mark og það var of stór biti fyrir okkur.“ En hvaða áhrif hafði það á leikinn að Víkingur er að spila í deild fyrir neðan Breiðablik? „Víkingur hafði allt að vinna. Þetta var ekki deildarkeppni þannig að deildin hafði ekki áhrif. Stemningin, gleðin og orkan hafði áhrif,“ sagði Ásmundur að lokum. Myndir: Það var mikið fagnað í klefanum eftir leikVísir/Hulda Margrét Það var mikið fagnað í klefanum eftir leikVísir/Hulda Margrét Það var mikið fagnað í klefanum eftir leikVísir/Hulda Margrét Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík
Víkingur, topplið Lengjudeildarinnar, varð í kvöld bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni er liðið vann magnaðan 3-1 sigur gegn einu sigursælasta liði bikarkeppninnar frá upphafi, Breiðablik. Fyrirliðarnir fyrir leik Vísir/Hulda Margrét Lengjudeildarlið Víkings Reykjavíkur var í fyrsta sinn í bikarúrslitum í sögu félagsins í kvennaflokki. Víkingur gat ekki dreymt um betri byrjun en fyrirliðinn, Nadía Atladóttir, braut ísinn þegar innan við mínúta var liðin af leiknum. Linda Líf Boama renndi boltanum á Nadíu sem fór illa með varnarmenn Breiðabliks og skoraði. Víkingur skoraði á 1. mínútu Vísir/Hulda Margrét Það átti sér stað afar sérstakt atvik þegar Víkingur var marki yfir. Emma Steinsen og Agla María voru í baráttunni og eftir að Emma hafði dottið og búið var að dæma brot sparkaði Agla létt í Emmu og sá síðan af sér. Dómarinn var nálægt atvikinu en refsaði Öglu ekki. Á 15. mínútu jafnaði Birta Georgsdóttir með stórglæsilegu marki. Birta fékk að klappa boltanum frá hægri kanti inn í teig þar sem hún lék á Emmu Steinsen, fór yfir á vinstri og þrumaði boltanum í slána og inn. Birta Georgsdóttir jafnaði fyrir BreiðablikVísir/Hulda Margrét Nadía Atladóttir var síðan aftur á ferðinni á markamínútunni frægu. Emma Steinsen átti frábæra sendingu fyrir markið þar sem Nadía stakk sér á milli miðvarðanna og skoraði. Verðskuldað mark Víkinga sem höfðu verið betri í fyrri hálfleik. Nadía Atladóttir skoraði tvö mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 2-1 Það sást á krafti Breiðabliks í upphafi síðari hálfleiks að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með hvernig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Það var kraftur í Kópavogsliðinu og Katrín Ásbjörnsdóttir varð færð framar á völlinn sem skapaði hættu. Eftir kröftuga byrjun Blika var Nadía nálægt því að gera sitt þriðja mark, hún var komin í góða skotstöðu en gaf boltann í staðinn og Blikar björguðu á síðustu stundu. Stuðningsmenn Víkings fjölmenntuVísir/Hulda Margrét Freyja Stefánsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Nadíu Atladóttur og mínútu síðar innsiglaði Freyja sigurinn með marki þegar hún vann boltann úr öftustu línu Blika og skoraði. Niðurstaðan 3-1 sigur Víkings. Víkingur er bikarmeistari 2023 Vísir/Hulda Margrét Víkingur er bikarmeistari 2023 Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingur spilaði töluvert betur og átti sigurinn skilið. Víkingarnir mættu vel undirbúnar og settu tóninn strax á fyrstu mínútu með marki. Víkingur varðist vel í seinni hálfleik þegar liðið var einu marki yfir og Sigurborg Sveinbjörnsdóttir varði allt sem kom á markið. Hverjar stóðu upp úr? Nadía Atladóttir var stórkostleg. Nadía setti tóninn strax á fyrstu mínútu með laglegu marki og skoraði síðan annað mark Víkings á markamínútunni 43. Emma Steinsen var frábær í hægri bakverði Víkings. Emma lagði upp annað mark Víkings og var afar lífleg bæði í vörn og sókn. Hvað gekk illa? Blikar gáfu mark strax á fyrstu mínútu sem kveikti neista og trú í Víkingi. Þriðja markið var einnig afar klaufalegt og gerði það að verkum að Breiðablik fékk ekki tækifæri á að henda öllum fram í uppbótartíma og freista þess að jafna. Hvað gerist næst? Stjarnan og Breiðablik mætast á miðvikudaginn klukkan 18:00. Víkingur mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ næsta fimmtudag klukkan 19:15. Ásmundur: Þetta var ekki leikur í deildarkeppni þannig að deildin hafði ekki áhrif Stuðningsmenn Blika fjölmenntu í kvöldVísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar svekktur með tap í bikarúrslitum. „Leikurinn fór frá okkur á fyrstu mínútu. Ég talaði um það í vikunni að þessi leikur er með sér líf og þær höfðu stemninguna með sér og voru með gríðarlega orku umfram okkur og ástandið á liðinu var ekki nógu gott til að eiga okkar leik.“ „Gegn vel skipulögðum og orkumiklum Víkingum áttum við ekki svör. Við lentum undir en komum til baka og fengum síðan á okkur annað mark og það var of stór biti fyrir okkur.“ En hvaða áhrif hafði það á leikinn að Víkingur er að spila í deild fyrir neðan Breiðablik? „Víkingur hafði allt að vinna. Þetta var ekki deildarkeppni þannig að deildin hafði ekki áhrif. Stemningin, gleðin og orkan hafði áhrif,“ sagði Ásmundur að lokum. Myndir: Það var mikið fagnað í klefanum eftir leikVísir/Hulda Margrét Það var mikið fagnað í klefanum eftir leikVísir/Hulda Margrét Það var mikið fagnað í klefanum eftir leikVísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti