Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. ágúst 2023 18:00 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Hinsegin Málefni trans fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun