Ráðstefna um húsnæðismál - Opið bréf til Alþingis og sveitarstjórna Ámundi Loftsson skrifar 11. ágúst 2023 07:31 Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun